Íslenski dansflokkurinn – Íd – sýnir samtímadans og hefur það meginmarkmið, að vekja og viðhalda áhuga almennings á listforminu.
Um okkur:
Íslenski dansflokkurinn er aðaldriffjöðurin í dansheiminum hérlendis. Hann þróar og setur á svið ný íslensk dansverk sem sýnd eru heima og erlendis, en tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Meginmarkmið Íslenska dansflokksins er að vekja og viðhalda áhuga almennings á listforminu. Hann lætur sér annt um áhorfendur sína og vill mæta þeim á fjölbreyttan hátt.
Listdansstjóri Íslenska dansflokksins er Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, en hún hefur verið í forsvari fyrir dansflokkinn frá árinu 2015. Í hennar tíð hefur áhersla verið lögð á að víkka út hugtakið „samtímadans“ og hvetja til aukinnar samvinnu, hvort heldur sem er á milli stofnana eða listafólks. Þannig hefur Erna einbeitt sér að því að brjóta niður múra á milli listgreina, hvað varðar vinnuaðferðir og efnistök.
Íslenski dansflokkurinn vinnur jafnt með tónlistar- og myndlistarfólki, sinfóníuhljómsveitum og öðrum dansflokkum. Hann tekur þátt í tónlistarmyndböndum, danskvikmyndum og hátíðum af ýmsu tagi, skipuleggur vinnusmiðjur, listamannaspjöll og sýnir verk sín allt eins í almannarýmum og á listasöfnum. Þessi aðferðafræði og sýn hefur skapað Íslenska dansflokknum sérstakan sess í hópi framsæknustu dansflokka Evrópu.
Dæmi um samstarfsaðila: SigurRós, Ben Frost, Anna Þorvaldsdóttir, Björk, Ólafur Arnalds, Jonas Akerlund, Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir, Ragnar Kjartansson.
Íslenski dansflokkurinn hefur á að skipa fjölbreyttum hópi afburðadansara sem taka virkan þátt í listsköpuninni hverju sinni og bera hróður flokksins víða um lönd, hvort sem borið er niður í Southbank Centre í Lundúnum, Onassis listamiðstöðinni í Aþenu eða Civic Centre Theatre í Hong Kong. Gott orðspor er ekki síst þeim að þakka ásamt danshöfundum, listrænu teymi, tæknifólki og starfsfólki á skrifstofu sem öll vinna saman að því að skapa og koma á framfæri dansverkum sem eftir verður tekið.
Íslenski dansflokkurinn vinnur náið með dansdeild LHÍ og heldur auk þess úti alþjóðlegu skiptinemaprógrammi þar sem áhersla er lögð á að auðvelda ungum dönsurum að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni.
Listdansstjórar Íslenska dansflokksins:
Listdansráð er skipað eftirfarandi aðilum:
Jóhanna S. Jafetsdóttir, formaður
Ólöf Ingólfsdóttir
Guðmundur Helgason
Varamenn eru:
Ólafur Darri Ólafsson
Katrín Johnson
Íslenski dansflokkurinn – Íd – sýnir samtímadans og hefur það meginmarkmið, að vekja og viðhalda áhuga almennings á listforminu.
Um okkur:
Íslenski dansflokkurinn er aðaldriffjöðurin í dansheiminum hérlendis. Hann þróar og setur á svið ný íslensk dansverk sem sýnd eru heima og erlendis, en tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Meginmarkmið Íslenska dansflokksins er að vekja og viðhalda áhuga almennings á listforminu. Hann lætur sér annt um áhorfendur sína og vill mæta þeim á fjölbreyttan hátt.
Listdansstjóri Íslenska dansflokksins er Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, en hún hefur verið í forsvari fyrir dansflokkinn frá árinu 2015. Í hennar tíð hefur áhersla verið lögð á að víkka út hugtakið „samtímadans“ og hvetja til aukinnar samvinnu, hvort heldur sem er á milli stofnana eða listafólks. Þannig hefur Erna einbeitt sér að því að brjóta niður múra á milli listgreina, hvað varðar vinnuaðferðir og efnistök.
Íslenski dansflokkurinn vinnur jafnt með tónlistar- og myndlistarfólki, sinfóníuhljómsveitum og öðrum dansflokkum. Hann tekur þátt í tónlistarmyndböndum, danskvikmyndum og hátíðum af ýmsu tagi, skipuleggur vinnusmiðjur, listamannaspjöll og sýnir verk sín allt eins í almannarýmum og á listasöfnum. Þessi aðferðafræði og sýn hefur skapað Íslenska dansflokknum sérstakan sess í hópi framsæknustu dansflokka Evrópu.
Dæmi um samstarfsaðila: SigurRós, Ben Frost, Anna Þorvaldsdóttir, Björk, Ólafur Arnalds, Jonas Akerlund, Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir, Ragnar Kjartansson.
Íslenski dansflokkurinn hefur á að skipa fjölbreyttum hópi afburðadansara sem taka virkan þátt í listsköpuninni hverju sinni og bera hróður flokksins víða um lönd, hvort sem borið er niður í Southbank Centre í Lundúnum, Onassis listamiðstöðinni í Aþenu eða Civic Centre Theatre í Hong Kong. Gott orðspor er ekki síst þeim að þakka ásamt danshöfundum, listrænu teymi, tæknifólki og starfsfólki á skrifstofu sem öll vinna saman að því að skapa og koma á framfæri dansverkum sem eftir verður tekið.
Íslenski dansflokkurinn vinnur náið með dansdeild LHÍ og heldur auk þess úti alþjóðlegu skiptinemaprógrammi þar sem áhersla er lögð á að auðvelda ungum dönsurum að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennskunni.
Listdansstjórar Íslenska dansflokksins:
Listdansráð er skipað eftirfarandi aðilum:
Jóhanna S. Jafetsdóttir, formaður
Ólöf Ingólfsdóttir
Guðmundur Helgason
Varamenn eru:
Ólafur Darri Ólafsson
Katrín Johnson
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd