Ambra | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Ambra

Frumsýnt 23. maí 2008

Tveir helstu nútímadansflokkar Norðurlanda, Íslenski Dansflokkurinn og Carte Blanche frá Björgvin í Noregi, sameinast í stórsýningunni Ambra í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og á Listahátíðinni í Björgvin.

Danshöfundur: Ina Christel Johannessen

Frumsamin tónlist: Kira Kira, Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir, Dirk Desselhaus

Leikmynd og búningar: graa hverdag AS / Kristin Torp

Ljósahönnun: Kyrre Heldal Karlsen

Hljóðhönnun: Morten Cranner

Tónlistarmaður: Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir

Viðfangsefni “Ambra” leiðir okkur að því huglæga ástandi að vera strandaður; Þrátt fyrir hina mikilfenglegu stærð hvalsins og andlegu greind mannsins þá erum við að sumu leyti bæði varnarlaus og engan veginn ósigrandi.

Gæti verið að sú útrýmingarhætta sem steðjar að bláhvölum sé einnig skilaboð til okkar og eigi að vekja okkur til vitundar um þá umhverfisógn sem mannkynið stendur nú frammi fyrir?

sadsad