Frumsýnt 6. febrúar 2015 á kvöldinu TAUGAR
Danshöfundur : Saga Sigurðardóttir í samvinnu við dansarana
Tónlist : Hallvarður Ásgeirsson
Hljómborð, varðifónn, tölva : Hallvarður Ásgeirsson
Langspil : Trausti Dagsson
Ástarljóð og söngur : Dansarar
Ljósahönnun : Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnun : Elsa María Blöndal
Dansarar : Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla Þórðardóttir & Hjördís Lilja Örnólfsdóttir.
Hópur af fólki kemur saman til að vera til, saman. BLÝKUFL er ekki síður athöfn heldur en dansverk: Athöfn um ást – ást sem gengur nærri okkur, leysir upp varnir og sameinar.
Grímuverðlaunahafinn Saga Sigurðardóttir er dansari, danshöfundur og guðfræðinemi frá Reykjavík. Eftir nútímadansnám við Listdansskóla Íslands nam hún danssmíðar við ArtEZ listaháskólann í Hollandi. Undanfarin átta ár hefur Saga starfað sem framsækinn danslistarmaður og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Í verkum sínum skoðar Saga tilveru og ástand mannverunnar í heiminum sem og á sviði. Verkið BLÝKUFL nýtur innblásturs frá súfisma, íslamskri dulhyggju, þar sem eilífðinni er mætt með dansi.