
Mynd: Ívar Eyþórsson
Í nánd sumarsólstaða, þegar dagurinn er sem lengstur, mun Íslenski dansflokkurinn sýna Brot úr myrkri á Listahátíð í Reykjavík en flokkurinn hefur að undanförnu unnið að röð verka með myrkrið og berskjaldaðan líkamann að leiðarljósi. Sýningin er hin þriðja í þeirri röð og er sérstaklega útfærð fyrir bjart rýmið í porti Hafnarhússins. Brot úr myrkri er unnið úr fyrri verkum raðarinnar.
Öll verkin eru flutt við nýja tónlist Sigur Rósar og eru undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar, unnið í samstarfi við dansara Íd.
Fyrsta verkið í röðinni; Myrkrið faðmar, var frumsýnt á listahátíðinni Norður og niður á vetrarsólstöðum 2017. Myndbands-innsetningin Örævi, sem unnin var í samvinnu við Pierre-Aalain Giraud, var frumsýnd við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík í febrúar 2018 og var varpað á olíutankana við Marshall-húsið. Fjórði og lokahluti verður svo frumsýndur í Borgarleikhúsinu á Everybody’s Spectacular í nóvember 2018.
Listrænir stjórnendur: Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson
Tónlist: Sigur Rós í samvinnu við Valdimar Jóhannsson
Búningar: Rebekka Jónsdóttir
Tæknistjóri: Valdimar Jóhannsson
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Elín Signý Weywadt, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir.
Sýnt 15. Júní kl 20:00 í Hafnarhúsinu