Dies Irae | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

Dies Irae

FórnDagur reiði, dagur bræði
drekkir jörð með logaflæði,
votta heilög völufræði.

Þannig hljómar þýðing Matthíasar Jochumssonar á fyrsta erindi sálnamessunnar Dies Irae / Dagur Reiði eftir Tómas frá Celanó (ca. 1255)  Dies Irae er einnig titill stuttmyndar Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanns. Myndin er svart-hvít rapsódía, þar sem hlutbundin og óhlutbundin andartök mynda listræna heild; andartök gleði, sorgar, dauða og upprisu.  Undir niðri ómar Dies Irae, sálnamessusöngur klausturs munkanna af reglu Vorrar Frúar, hann er leikinn afturábak svo úr verður dynur einsog í öldu sem tunglið togar fram og aftur. Við innöndun lifnar allt við, við útöndun deyr allt um stund, fram og til baka milli lífs og dauða hrærist allt.

Framtíðin speglar sig í fortíðinni, núið áralaus bátur á lygnu vatni.

lengd 15 mínútur
(myndin er sýnd viðstöðulaust)

hugmynd og útfærsla Gabríela Friðriksdóttir
kóreografía Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson
tónlist Söngur bræðranna af reglu vorrar Heilögu Frúar
(texti úr sálumessu Tómasar frá Celano)

búningar Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
tökumenn Bjarni Grímsson og Frosti Jón Runólfsson
klipping Pierre Alain Giraud
hljóðmynd Valdimar Jóhannsson
förðun Andrea Helgadóttir
flytjendur Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Hannes Þór Egilsson

 

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad