
Þannig hljómar þýðing Matthíasar Jochumssonar á fyrsta erindi sálnamessunnar Dies Irae / Dagur Reiði eftir Tómas frá Celanó (ca. 1255) Dies Irae er einnig titill stuttmyndar Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanns. Myndin er svart-hvít rapsódía, þar sem hlutbundin og óhlutbundin andartök mynda listræna heild; andartök gleði, sorgar, dauða og upprisu. Undir niðri ómar Dies Irae, sálnamessusöngur klausturs munkanna af reglu Vorrar Frúar, hann er leikinn afturábak svo úr verður dynur einsog í öldu sem tunglið togar fram og aftur. Við innöndun lifnar allt við, við útöndun deyr allt um stund, fram og til baka milli lífs og dauða hrærist allt.
Hugmynd og útfærsla:
Gabríela Friðriksdóttir
Kóreografía:
Erna Ómarsdóttir & Valdimar Jóhannsson
Tónlist:
Söngur bræðranna af reglu vorrar Heilögu Frúar
(texti úr sálumessu Tómasar frá Celano)
Búningar:
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Tökumenn:
Bjarni Grímsson & Frosti Jón Runólfsson
Klipping:
Pierre Alain Giraud
Hljóðmynd:
Valdimar Jóhannsson
Förðun:
Andrea Helgadóttir
Flytjendur:
Erna Ómarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir & Hannes Þór Egilsson
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd