EMO1994 | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

EMO1994

Æfing 20. okt. 2014

Frumsýnt 25. október 2014 á kvöldinu EMOTIONAL

Höfundar: Ole Martin Meland
Búningar: Agnieszka Baranowska
Lýsingahönnuður og tæknistjóri: Jóhann Bjarni Pálmason
Hljóð: Baldvin Magnússon

Hrátt, kraftmikið og líkamlega krefjandi dansverk sem tengir saman frumtilveru, eldmóð æskunnar og endurskipulagningu á stórbrotnum klisjum raunveruleikans. ÁST, HATUR, DAUÐI.

Ole Martin Meland er ungur og upprennandi norskur dansari og danshöfundur sem hefur unnið lengi með hinum rómaða dansflokki Carte Blanche. Ole Martin vakti fyrst athygli sem danshöfundur á alþjóðlegum vettvangi á síðasta ári í Noregi með verkinu “Brother”.

 

Gagnrýni

★★★★
“EMO1994 byrjaði með þeim flottustu dansatriðum sem undirrituð hefur séð á danssviðinu lengi. Mögnuð lýsing, kraftmikil tónlist og áhrifaríkar endurtekningar í hreyfingum gaf “vááá” upplifun, ekkert smá kúl og töff. Verkið sýndi einnig hvað dansarar Íslenska dansflokksins eru flottir. Þeir sýndu nákvæmni og styrk í öllum atriðunum og almenna fagmennsku.”
Fréttablaðið

“Kraftmikið á allan hátt. Bæði fyndið, kúl og dramatískt.”
Bergþóra Einarsdóttir

“Heillaði mig upp úr skónum. Alveg dásamlegt – mig langaði ekki að það hætti – ofsalega fallegt, kröftugt.”
RÚV – Listaukinn

“Ég man ekki eftir því að hafa verið alveg á sætisbrúnni áður út af dansi einum saman, eins og ég væri að horfa á spennuþrungna bíómynd”.
Grapevine

sadsad