EMO1994 | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

EMO1994

Æfing 20. okt. 2014

Frumsýnt 25. október 2014 á kvöldinu EMOTIONAL

Höfundar: Ole Martin Meland
Búningar: Agnieszka Baranowska
Lýsingahönnuður og tæknistjóri: Jóhann Bjarni Pálmason
Hljóð: Baldvin Magnússon

Hrátt, kraftmikið og líkamlega krefjandi dansverk sem tengir saman frumtilveru, eldmóð æskunnar og endurskipulagningu á stórbrotnum klisjum raunveruleikans. ÁST, HATUR, DAUÐI.

Ole Martin Meland er ungur og upprennandi norskur dansari og danshöfundur sem hefur unnið lengi með hinum rómaða dansflokki Carte Blanche. Ole Martin vakti fyrst athygli sem danshöfundur á alþjóðlegum vettvangi á síðasta ári í Noregi með verkinu “Brother”.