Tix.is

Um viðburðinn

RÓMEÓ OG JÚLÍA - Í NÆRMYND 

 

Íslenski dansflokkurinn sýnir Rómeó og Júlíu – í nærmynd á Nýja sviði Borgarleikhússins í vor.

 

Verkið er ný uppfærsla á eldra verki sem var upphaflega skapað í samstarfi við dansara Gärtnerplatz leikhússins í München og frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 2021. Í nýju uppfærslunni eru áhorfendur í meiri nálægð við verkið sem gerir upplifunina einstaka.

 

Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta. Saman við renna ævintýraleg sviðsmynd og búningar, mögnuð vídeóverk og stórkostleg tónlist Sergeis Prokofievs svo úr verður sýning sem lætur enga ósnortna.