Giselle | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Giselle

giselle

Mynd: Märta Thisner

 

Danshöfundar: Halla Ólafsdóttir og John Moström

Giselle er fyrir alla þá sem elska ballett, cyberpönk, Celine Dion, J.S Bach, Rihanna og samtímadans.

Við bjóðum þér að koma og sjá afrakstur 10 daga vinnustofu og verða vitni að því þegar hulunni er svipt af hinum mismunandi karakterum úr heimi ballettsins. Í Giselle er tekist á við stigveldi balletttungumálsins, bæði tækninnar og leiksins, söguþráðurinn brenglaður með nýrri tónlist, leikið með dæmigert hlutverkaskipan kynjanna og óvænt stefna tekin í hlutverkavali.

Hugmyndin að vinnustofunni spratt upphaflega út frá ástar- og haturs sambandi danshöfundanna við hinn klassíska ballett, og áhuga þeirra á að uppgötva nýjar og áhugaverðar leiðir til að iðka hann. Þessi nýja útfærsla á Giselle hefur ferðast víða og verið unnin með yfir 100 listamönnum í MDT Stokkhólmi, Uferstudios í Berlin, Workspace Brussels, Dampfzentrale í Bern og Kampnagel í Hamborg.

Giselle er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, Lókal og Reykjavík Dance Festival.

Sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins og verður aðeins ein sýning.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad