Heilabrot | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Heilabrot

Frumsýnt 4. mars 2011 – partur af Sinnum Þrír

Danshöfundar: Brian Gerke og Steinunn Ketilsdóttir ásamt dönsurum

Tónlist: LeAnn Rimes, Nina Simone, Phil Collins og fleiri

Leikmynd: Brian Gerke, Steinunn Ketilsdóttir

Búningar: Elín Edda Árnadóttir

Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson

Aðstoðarmaður danshöfunda: Gianluca Vincentini

„Ertu að bíða eftir því að eitthvað gerist?  Ó, ertu að bíða eftir einhverju frábæru?  Einhverju stórkostlegu?“

Hvað með stefnumót við fjóra einstaklinga þegar raunveruleiki þeirra og óraunveruleiki rekast á?  Með átökum og samvinnu skapa þau histerískan, ofsafenginn atburð sem snýst um sjálfan sig og fléttast inn og útúr fókus.  Kabarett Jesú Krists mætir glamúr stílista, ýkt tilfinningalegt ástand persónanna vex og þau ráðast á hvort annað.  Börn, ástarsorg, sjálfsálit og sjálfsvíg;  lífið er fallegt, lífið er ógeðsleg óreiða sem verður að brjóta niður og greiða úr.  Hlífðarlausir einstaklingarnir mana sig upp í að halda áfram.  Geta þau fundið vonina í gegnum óreiðuna?

sadsad