Frumsýnt 4. febrúar 2012
Danshöfundur: Ohad Naharin
Tónlist: Dean Martin, Yma Sumac, Rolley Polley, Dick Dale, Tractor’ s Revenge, Ohad Naharin, James Bowman, the Academy of Ancient Music, Marusha, og Chopin
Ljósahönnun: Avi Yona Bueno
Búningahönnun: Ohad Naharin
Umsjón með búningum, leikmunum og sviðsmynd: Elín Edda Árnadóttir
Æfingastjóri: Osnat Kelner
Aðstoðarmaður æfingastjóra: Michal Sayfan
Minus 16 er eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin og hefur farið sigurför um heiminn. Minus 16 er glettið og beinskeitt verk sem brýtur niður múra milli flytjenda og áhorfenda og spannar skalann frá Dean Martin til cha-cha-cha, frá techno poppi til hefðbundinnar þjóðlagatónlistar Ísraela.
„Þetta er ekki nýtt verk, heldur snýst þetta meira um endursmíð. Mér þykir gaman að taka hluta eða kafla í verkum sem til eru og endurvinna það efni, endurskipuleggja og skapa þann möguleika að sjá verkið frá öðru sjónarhorni. Slíkt ferli kennir mér alltaf eitthvað nýtt um verkin mín og mína samsetningu”.
Ohad Naharin er einn fremsti nútímadanshöfundum heims í dag. Verk hans hafa verið flutt af mörgum stærstu dansflokkum í heimi og hefur hann hlotið mörg alþjóðleg verðlaun fyrir framlag sitt í þágu danslistarinnar. Ohad var skipaður listrænn stjórnandi Batsheva hópsins í Ísrael árið 1990 og undir stjórn hans hefur hópurinn vaxið að vegsemd og er í dag einn virtasti dansflokkur veraldar.
Uppsetning Minus 16 er styrkt af Aurora velgerðasjóði.
Groβstadsafari eftir Grímuverðlaunahafann Jo Strömgren verður til sýningar sama kvöld. Verkið fékk frábærar viðtökur í fyrra þegar það var sýnt sem hluti af dansveislunni Sinnum Þrír.