Neon eftir Hannes Þór Egilsson
Frumsýnt 4. maí 2016 á kvöldinu Persóna
Alls 5 sýningar á Nýja sviði Borgarleikhússins
Danshöfundur : Hannes Þór Egilsson
Ljósahönnun : Valdimar Jóhannsson
Búningahönnun : Þyri Huld Árnadóttir
Dansarar : Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir & Þyri Huld Árnadóttir
Okkur langar bara að dansa! Hannes hóf æfingaferlið með algjörlega óskrifað blað og samdi allar hreyfingar verksins í viðurvist dansaranna. Með eigin dansarabakgrunn að leiðarljósi leitar Hannes eftir hreyfingum og samsetningu sem eru bæði örvandi og skemmtileg fyrir augu og eyru. Hvert einasta spor í verkinu hefur verið vandlega valið og er útkoman spennandi dansstíll sem hann hyggst þróa enn meira í framtíðinni.
Hannes Þór Egilsson útskrifaðist frá London Contemporary Dance School árið 2006 (BA með láði) og var fastráðinn sem dansari hjá Íslenska dansflokknum næstu 7 árin. Síðastliðin þrjú ár hefur hann tekið að sér einstök verkefni hjá dansflokknum, sinnt kennslu og unnið hjá Borgarleikhúsinu (þ.á.m. í tengslum við Billy Elliot). Hannes vann um tíma með listahópi Kristjáns Ingimarssonar og var meðal annars í stórsýningunni BLAM! sem hefur farið sigurför um heiminn. Nýlegasta verkefni Hannesar er sýningin Óður og Flexa halda afmæli sem dansflokkurinn frumsýndi í lok janúar en Hannes fór þar með annað titilhlutverkanna ásamt því að vera annar tveggja höfunda sýningarinnar.