
Íslenski dansflokkurinn býður upp á dulrænt karnival undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttir þar sem frumflutt verða tvö ný verk í samvinnu við Sigur Rós og Listahátíð í Reykjavík á Norður og niður.
Myrkrið faðmar
eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins
Við sátum í grasinu og myrkrið skall á. Einu heyranlegu hljóðin voru sjórinn og dans radda okkar. Nóttin fylltist af tónlist.
Við vetrarsólstöður þegar nóttin er sem lengst og þögnin er ærandi, brýst í gegn há og magnþrungin rödd Íslenska dansflokksins við nýja tónlist Sigur Rósar. Þau dansa, öskra og berjast til að losa sig við byrðir fortíðarinnar og faðma nóttina endalausu.
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Elín Signý Weywadt, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hannes Þór Egilsson, Halla Þórðardóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir
The Great Gathering
eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins
Umkringd ljósum, hljóðum og brennheitri gufu, stór hópur af fullorðnum og börnum dansa saman með suð í eyrum. Hoppandi í pollum með blóðnasir, við lifum í öðrum heimi þar sem við erum aldrei ósýnileg. Hendumst í hringi – höldumst í hendur – allur heimurinn er óskýr.
Dansarar: Elín Signý Weywadt, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Þyri Huld Árnadóttir
Börn: Carmen Lea Einarsdóttir, Dagmar Edda Guðnadóttir, Jökull Nói Ívarsson, Kolbeinn Einarsson, Marínó Máni Mabazza, Rafn Winther Ísaksson, Sigríður V. Gunnarsdóttir, Una Yamamoto Barkardóttir, Ylfa Aino Eldon Aradóttir & Þóra Dís Hrólfsdóttir
Hátíðin Norður og Niður verður haldin dagana 26.-31. desember.