Open Source | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Open Source

Frumsýnt í nýrri útgáfu 9.september 2007 (áður sýnt í mars 2005)

Leikstjóri og höfundur: Helena Jónsdóttir

Tónlist og hljóðmynd: Skúli Sverrisson

Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir

Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson og Kári Gíslason

Myndband: Dodda Maggí

Textavinnsla: Þorvaldur Þorsteinsson

Hugmyndin að Open Source kviknaði þegar Helena Jónsdóttir hlýddi á fyrirlestur Florian Cramer haustið 2002. Þar fjallaði Cramer um áhrif óhefts afnotarétts hugverka og “open sources”, eða svokallaðar opnar uppsprettur í margmiðlunarheimi samtímans. Helena ákvað að leggja drög að verki sem ekki aðeins fjallaði um slíkar uppsprettur en virkjaði þær jafnframt sem hreyfiafl. Fyrir vikið dæmist sköpun hennar í þessu verki til eilífrar endurmótunar. Handritið og hugmyndin eru höfundarins en hver uppfærsla er hins vegar lituð, líkt og viðfangsefnið gefur tilefni til, af margvíslegu framlagi þeirra sem taka þátt í sviðsetningunni hverju sinni. Sömuleiðis af menningu og sögu hvers staðar, tónlistarhefð, fjölmiðlun, sagnamenningu, umhverfi, veðri og vindum.

sadsad