Pocket Ocean | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Pocket Ocean

Frumsýnt í mars 2001, aftur sýnt í nóvember 2005.

Danshöfundur: Rui Horta

Tónlist: Yens&Yens, Andy Cowton, Death Ambient, Louis Andriessen

Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarnason

Búningar: Kathy Brunner

Pocket Ocean er ekki ástarsaga en það er mikið af ást í verkinu. Þetta er frekar verk um forvitni. Það er meira um sigur forvitninnar og uppgötvun hins óþekkta. Í verkinu eru nokkrir hlutir sem eru óþekktir og fólkið skilur þá ekki. Það bregst við á mismunandi hátt, sumir fylgja hinu óþekkta en aðrir eru áfram tortryggnir.

“Pocket Ocean” er þverstæða – haf rúmast ekki í vasa, en okkur, hvert og eitt okkar, langar til að fanga hafið. Þar er þessi forvitni, þessi gleði. Við erum alltaf að seilast eftir því ómögulega. En það sem skiptir máli er ekki að komast eitthvert heldur að fara þangað.

Rui Horta

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad