Frumsýnt í mars 2001, aftur sýnt í nóvember 2005.
Danshöfundur: Rui Horta
Tónlist: Yens&Yens, Andy Cowton, Death Ambient, Louis Andriessen
Lýsing: Rui Horta, Elfar Bjarnason
Búningar: Kathy Brunner
Pocket Ocean er ekki ástarsaga en það er mikið af ást í verkinu. Þetta er frekar verk um forvitni. Það er meira um sigur forvitninnar og uppgötvun hins óþekkta. Í verkinu eru nokkrir hlutir sem eru óþekktir og fólkið skilur þá ekki. Það bregst við á mismunandi hátt, sumir fylgja hinu óþekkta en aðrir eru áfram tortryggnir.
“Pocket Ocean” er þverstæða – haf rúmast ekki í vasa, en okkur, hvert og eitt okkar, langar til að fanga hafið. Þar er þessi forvitni, þessi gleði. Við erum alltaf að seilast eftir því ómögulega. En það sem skiptir máli er ekki að komast eitthvert heldur að fara þangað.
Rui Horta