
Friðurinn er þó víðs fjarri þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir sjúklingar, hver öðrum sérstakari, vaða inn og út úr sjúkrastofunni. Erillinn í lífi Vincents er meiri en nokkru sinni fyrr. Í sýningu Borgarleikhússins er áhorfendum boðið á tökustað þar sem verið er að taka upp þætti um Vincent og upptökunum er varpað á stóra skjái. Þar má sjá hvernig brögðum og brellum er beitt þegar sviðsmyndinni/sjúkrastofunni, er snúið á alla kanta til að framkalla trylltar hugmyndir leikstjórans. Á sama tíma fara undarlegir hlutir að gerast á tökustað, hugmyndir fá vængi og fara á stjórnlaust flug.
Áhorfendur dragast hægt og rólega inn í sjálfa atburðarásina. Við lofum ótrúlegri leikhúsupplifun – þetta hafið þið aldrei séð áður. ROOM 4.1 er tilnefnt til Reumert-verðlaunanna, sviðslistaverðlauna Danmerkur. Árið 2012 sýndi Borgarleikhúsið stjörnusýningu Kristjáns BLAM! við miklar vinsældir. BLAM! var heiðruð með Reumert-verðlaununum árið 2012 og Grímunni árið 2013.
ROOM 4.1 LIVE byggir á þáttaröðinni ROOM 4.1 þar sem Kristján Ingimarsson Company hefur gefið sviðslistum vettvang á alnetinu. Leikhúsið leitast við að nálgast áhorfendur hvar svo sem þeir kunna að vera, í leikhúsinu eða á netinu heima hjá sér.
ROOM 4.1 LIVE er samstarfsverkefni Borgarleikhússins, Íslenska dansflokksins og KICompany.
![[Íd] Íslenski dansflokkurinn](https://id.is/wp-content/uploads/2025/07/1mb-BOR_room41-plakat-x7-265x375.jpg)
★★★★★★ „Kristján Ingimarsson’s technical marvel of an acid trip is breathtakingly beautiful.“
– Sceneblog
★★★★★ „Masterfully executed.“
– iScene
★★★★★
– Kulturkongen
Höfundur og leikstjórn:
Kristján Ingimarsson
Leikmynd:
Kristian Knudsen, Charlotte Calberg & Kristján Ingimarsson
Búningar:
Charlotte Calberg
Lýsing:
Karl Sørensen/Ingi Bekk
Tónlist & hljóðmynd:
Lasse Munk
Dans og sviðshreyfingar:
Kristján Ingimarsson, Thomas Bentin, Noora Hannula, Kajsa Bohlin ásamt öðrum þátttakendum í sýningunni.
Leikgervi:
Ida Seidelin
Leikarar:
Arnar Dan Kristjánsson, Björn Stefánsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Kristján Ingimarsson, Saga Garðarsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Inga Maren Rúnarsdóttir (ÍD), Þyri Huld Árnadóttir (ÍD), Kajsa Bohlin (KIC) & Noora Hannula (KIC)
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd