Sentimental, Again | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Sentimental, Again

Æfing hjá Íslenska dansflokknumFrumsýnt 11. október 2013 sem hluti af kvöldinu Tímar

Danshöfundur: Jo Strömgren
Aðstoðardanshöfundur: Katrín Ingvadóttir
Tónlist: Pjotr Leschenko
Ljósahönnun: Dusan Loki Markovic
Búningahönnun og umsjón sviðsmuna: Elín Edda Árnadóttir

Sentimental, again er eftir Grímuverðlaunahafann Jo Strömgren er ljóðrænt og farsakennt þar sem tilfinningar bera nöfn og lög hafa melódíur. Jo er heimsþekktur danshöfundur sem er íslenskum dansunnendum kunnugur fyrir kraftmikil, tæknileg og skemmtileg dansverk.

 

Gagnrýni

“Verkið er vandasamt í flutningi og gerir verulegar kröfur til dansaranna, sem virtust líka  gæddir töluverðum leikhæfileikum.  Þessi Jo er greinilega bæði skapandi og frumlegur, hristir fram úr erminni frumlegan gjörning, sem nýtir mannslíkamann til hins ítrasta og gerir kröfur, sem hljóta að vera ögrandi fyrir dansarana” 15.10.2013 Pressan – BS

“Sentimental, Again er snyrtilega unnið dansverk, með flottri tónlist eftir Pjotr Leschenko, skemmtilegri sögu og áferðarfallegum dansi hjá þeim Cameron Corbett, Ellen Margréti Bæhrenz, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Steve Lorenz….aðgengilegt og skemmtilegt þriggja stjörnu dansverk” 14.10.2013 Fréttablaðið – SGM

sadsad