
Halla og Lovísa nýta sér hið hefðbundna og endurvinna það í von um að hið einstaka brjótist fram. Þær vilja draga fram dansarann sem einstakling og hafa því í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins skapað uppáhalds sólódans hvers og eins. Sólódans byggðan á löngunum, þrám og sögu hvers dansara fyrir sig.
Halla Ólafsdóttir og Lovísa Ósk Gunnarsdóttir hafa verið vinir síðan þær muna eftir sér og unnið saman undir nafninu Samsuðan & co síðan 2005. Í leit að nýjum aðferðum við að skapa dans hefur stefna Samsuðunnar & co. þróast og breyst en fyrir hvert verkefni hafa þær boðið til sín ólíkum listamönnum. Þær leggja áherslu á að skapa aðstæður þar sem að listamennirnir geta deilt hugmynda- og aðferðafræðum sínum og saman kannað áður óþekkt svæði. Saman hafa þær skapað verkin Kólnandi Kaffi, Hundaheppni, Grease the Deleted Scenes og What a Feeling. Hvor um sig vinna þær að danslistinni sitt hvoru megin Atlandshafsins. Halla er búsett í Stokkhólmi og starfar sem danshöfundur og dansari víða um Evrópu við góðan orðstír. Hún hlaut t.a.m. Prix Jardin d’Europe á Impulz Tanz hátíðinni 2013. Lovísa er Grímuverðlaunahafi sem hefur tekið þátt í velflestum uppfærslum Íslenska dansflokksins síðan 2005 en einnig starfað í sjálfstæða geiranum sem danshöfundur og dansari.
Aðalheiður Halldórsdóttir, dansari Íslenska dansflokksins, hlaut Grímuna 2016 sem Dansari ársins fyrir frammistöðu sína í What a feeling.
Íslenski dansflokkurinn endursýnir verkið What a feeling sem var hluti af kvöldinu Persóna sem sýnt var á Nýja sviði Borgarleikhússins í maí 2016.
Sunnudaginn 28. ágúst kl 19:00 í Tjarnarbíó verður What a feeling sýnt á Everybody’s Spectacular, sviðslistahátíð RDF og Lókal, ásamt The Valley eftir þær Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur.







Danshöfundur:
Hannes Þór Egilsson
Ljósahönnun:
Valdimar Jóhannsson
Búningahönnun:
Þyri Huld Árnadóttir
Dansarar:
Aðalheiður Halldórsdóttir, Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir & Þyri Huld Árnadóttir
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd