Tímar | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Tímar

Frumsýning 11. október 2013 sem hluti af kvöldinu TímarÆfing hjá Íslenska dansflokknum

Danshöfundur: Helena Jónsdóttir
Aðstoð danshöfundar: Arndís Benediktsdóttir
Samsetning tónlistar: Helena Jónsdóttir
Frumsamin tónlist: Biggi Hilmars
Önnur tónlist: Four Tet, Tom Philips, Helena Jónsdóttir, Armando Trovaioli, Brian Eno, Morton Feldman og Earle Brown, Paul Cantelon, Gavin Bryears og J. Brel.
Myndbandsgerð: Arndís Benediktsdóttir
Búningahönnun: Helena Jónsdóttir
Umsjón búninga: Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir
Ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson
Hljóðstjórn og hljóðblöndun: Baldvin Magnússon
Hönnun sviðsmyndar: Aðalsteinn Stefánsson og Helena Jónsdóttir

Tímar er einstakt dansverk byggt á stefnumóti eldri og yngri kynslóða úr sögu íslenskrar danslistar. Hér mætast lífssögur dansaranna sem á öllum tímum bíða þess baksviðs að birtast á sviðinu og gefa það besta sem þeir búa yfir. Andartök eftirvæntingar og sigra, efa og árangurs fléttast saman í ótal fallegum sögum og lifna í nýju samhengi.

Tímar er sýning sem á erindi jafnt við þá sem þekkja til í íslenskum dansheimi og hina sem hér upplifa hjartslátt hans í fyrsta skipti, enda stefnt að því að gefa áhorfendum í öðrum löndum færi á kynnast sýningunni – og sögunni.

Sögurnar sem hér eru sagðar eiga sér rætur í okkur öllum.

Dansverkið Tímar er samið sérstaklega fyrir 40 ára afmæli Íslenska dansflokkssins.

Vinsamlega athugið að strobe ljós eru notuð í sýningunni.

 

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad