Netfang: vala@id.is
Valgerður Rúnarsdóttir man ekki eftir sér öðruvísi en dansandi og hefur trú á að dansinn geti gert kraftaverk. Hún hefur starfað sem danshöfundur og dansari hérlendis og erlendis frá árinu 1998, eða allt frá því að hún útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskólanum í Osló. Auk þess lauk hún meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands 2022 og meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík 2023.
Valgerður hóf snemma á dansferlinum að semja eigin verk og fann sér leiðir til að vinna og sína verk sín víða um borg. Hún hefur unnið í samsköpun með öðrum listamönnum, með áhugafólki á öllum aldri, allt frá börnum til eldri borgara. Hún hefur oft notast við óhefðbundin rými og hefur þannig m.a. unnið verk í listasöfnum, yfirgefnum húsum, í fiskvinnslum, breytt Reykjavík og bæjum úti á landi í dansandi sögusvið. Einnig hefur hún unnið í hefðbundnum leikhúsrýmum og hefur m.a. samið verk fyrir Reykjavík dans festival, Íslenska dansflokkinn, leiksýningar, kvikmyndir og auglýsingar. Hún hefur leitt fjölda verkefna og hlotið viðurkenningar, m.a. fjölmargar tilnefningar til Grímunnar auk þess að hljóta tvisvar Grímuverðlaunin sem danshöfundur ársins.
Um árabil var Valgerður fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum eða þar til henni bauðst starf með einum fremsta danshöfundi samtímans, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu og dansflokki hans Eastman. Hún tók þátt í að skapa og sýna verk danshöfundarins víða um heim í rúm 10 ár auk þess að starfað með Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur í verkum þeirra sem einngi hafa verið sýnd heimshorna á milli. Valgerður hefur tekið þátt í uppfærslum Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins auk fjölda annarra sjálfstæðra verkefna hérlendis og erlendis sem dansari.
Þá hefur Valgerður einnig fengist við kennslu samhliða listsköpun sinni. Hún hefur kennt í Listaháskólum, listdansskólum og hefur einnig leitt vinnustofur í grunnskólum víða um land og gefið fleiri þúsund börnum innsýn inn í heim dasnlistarinnar.
Valgerður hefur tekið virkan þátt í kjarabaráttu og uppbyggingu danssenunnar á Íslandi. Setið í stjórn Dansverkstæðisins, Reykjavík Dance Festival, Félagi íslenskra listdansara og Félagi íslenskra leikara.
Netfang: vala@id.is
Valgerður Rúnarsdóttir man ekki eftir sér öðruvísi en dansandi og hefur trú á að dansinn geti gert kraftaverk. Hún hefur starfað sem danshöfundur og dansari hérlendis og erlendis frá árinu 1998, eða allt frá því að hún útskrifaðist með BA gráðu í samtímadansi frá Listaháskólanum í Osló. Auk þess lauk hún meistaranámi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands 2022 og meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík 2023.
Valgerður hóf snemma á dansferlinum að semja eigin verk og fann sér leiðir til að vinna og sína verk sín víða um borg. Hún hefur unnið í samsköpun með öðrum listamönnum, með áhugafólki á öllum aldri, allt frá börnum til eldri borgara. Hún hefur oft notast við óhefðbundin rými og hefur þannig m.a. unnið verk í listasöfnum, yfirgefnum húsum, í fiskvinnslum, breytt Reykjavík og bæjum úti á landi í dansandi sögusvið. Einnig hefur hún unnið í hefðbundnum leikhúsrýmum og hefur m.a. samið verk fyrir Reykjavík dans festival, Íslenska dansflokkinn, leiksýningar, kvikmyndir og auglýsingar. Hún hefur leitt fjölda verkefna og hlotið viðurkenningar, m.a. fjölmargar tilnefningar til Grímunnar auk þess að hljóta tvisvar Grímuverðlaunin sem danshöfundur ársins.
Um árabil var Valgerður fastráðinn dansari hjá Íslenska dansflokknum eða þar til henni bauðst starf með einum fremsta danshöfundi samtímans, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu og dansflokki hans Eastman. Hún tók þátt í að skapa og sýna verk danshöfundarins víða um heim í rúm 10 ár auk þess að starfað með Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur í verkum þeirra sem einngi hafa verið sýnd heimshorna á milli. Valgerður hefur tekið þátt í uppfærslum Leikfélags Reykjavíkur, Þjóðleikhússins auk fjölda annarra sjálfstæðra verkefna hérlendis og erlendis sem dansari.
Þá hefur Valgerður einnig fengist við kennslu samhliða listsköpun sinni. Hún hefur kennt í Listaháskólum, listdansskólum og hefur einnig leitt vinnustofur í grunnskólum víða um land og gefið fleiri þúsund börnum innsýn inn í heim dasnlistarinnar.
Valgerður hefur tekið virkan þátt í kjarabaráttu og uppbyggingu danssenunnar á Íslandi. Setið í stjórn Dansverkstæðisins, Reykjavík Dance Festival, Félagi íslenskra listdansara og Félagi íslenskra leikara.
Skráning á póstlistann
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd