Velkomin heim | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Velkomin heim

Frumsýnt 5. febrúar 2009

Danshöfundar: Cameron Corbett, Katrín Hall og Peter Anderson

Frumsamin tónlist: Frank Hall, Pétur Ben og Sigtryggur Baldursson

Sviðsmynd og ljósahönnun: Aðalsteinn Stefánsson

Búningar: Agnieszka Baranowska og Filippía Elísdóttir

Velkomin heim er skapað í umróti þess augnabliks sem við lifum nú. Titill verksins vísar til ferðalags einstaklings og samfélags – þessarar hringrásar sem við virðumst vera dæmd til að endurtaka um alla eilífð. Hringrás uppbyggingar, velsældar, erfiðleika og endurmats.

Höfundarnir skyggnast undir yfirborðið og skoða manneskjuna og þörf hennar til að tilheyra eflast og njóta. Jafnframt togstreituna við okkar nánasta umhverfi og uppbyggingu samfélagsins.

Unnið er með hugtök eins og sjálfsdýrkun, ágirnd, vonbrigði og örmögnun á þann opna og víðtæka hátt sem táknmál nútímadansins býður upp á.

Getum við brotist út úr hringrásinni? Hver er máttur einstaklingsins? Hvar liggur frelsið og hamingjan í raun?

sadsad