Danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansara
Tónlist: Jóhann Friðgeir Jóhannsson
Lýsing: Kjartan Þórisson
Búningar og stílisti: Ellen Loftsdóttir
Aðstoð við danshöfund: Snædís Lilja Ingadóttir, Gianluca Vincentini
Verkið er samið fyrir sex dansara og spiladós. Fjórir dansarar flytja verkið sem fjallar um líf og sambönd fólks í óvenjulegum aðstæðum. Hvernig erfiðar aðstæður geta breytt manneskju eða persónuleika þeirra varanlega. Hvernig örvænting líkamnast, fólk virðist breytast í skuggann af sjálfum sér. Í hugmyndavinnu fyrir verkið var farið víða og meðal annars unnið út frá fréttagreinum úr “Öldin okkar 1939-51”.