um hvað syngjum við | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

“In the dark times
Will there also be singing?

Yes, there will also be singing.
About the dark times.” ― Bertolt Brecht

Vetrarnætur eru langar og myrkar. Athygli okkar beinist inn á við og þá er fallegt að syngja spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir, dansa þær.

Getum við svarað þeim öllum?
Þurfum við svör, er kannski nóg að að spyrja?
Hvernig segjum við sögu okkar, umbeðin?
Hvernig lýsum við einkennum okkar?
Hvað ef við gætum ekki tjáð hug okkar og hjarta með orðum?

Verk Pieter Ampe fjallar um manneskjur sem verja drjúgum tíma saman; það fjallar um 8 dansara sem allir hafa sína sögu að segja.
Hvað segja þær okkur um samtímann?

Hugmynd og danshöfundur: Pieter Ampe
Tónlist, samsetning og raddþjálfun: Jakob Ampe

 

Íd árskort

Tvær sýningar Íd á aðeins 7.500 kr.

Með Íd árskorti færðu 36% afslátt af miðum á Dísablót og Um hvað syngjum við.

Tryggðu þér Íd árskort HÉR eða í síma 568 8000.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.

Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.

Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad