
Da Da Dans
Í ár er víðsvegar fagnað stórafmæli dadaismans og mun dansflokkurinn taka þátt í þeim fagnaði með því að frumsýna nýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafana Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Sveinbjörns Thorarensens. Í Da Da Dans munu danshöfundarnir skoða mismunandi leiðir dadaismans og velta fyrir sér hvort þær eigi enn við í dag.
Inga Huld og Rósa eru rísandi stjörnur í dansheiminum og hlutu Grímuverðlaunin sem Danshöfundar ársins 2016 fyrir verk sitt The Valley sem var sýnt á Reykjavík Dance Festival 2015 við mikinn fögnuð gagnrýnenda og áhorfenda.
Da da dans var frumsýnt 12. nóvember á Nýja sviði Borgarleikhúsinu.
Aðrir sýningardagar voru: 17. nóv, 20. nóv, 24. nóv og 27. nóv.
„The Valley er margslungið verk sem seytlar inn í sálina …. töfraheimurinn sem skapaðist var einstakur og spennan að sjá hvað kæmi næst var kitlandi.“
– Sesselja G. Magnúsdóttir hjá hugrás.is um The Valley
★★★★ „Metnaðarfull sýning, full af vel heppnuðum útfærslum.“
– Sigríður Jónsdóttir hjá vísir.is um The Valley








Hugmynd og listræn stjórnun:
Erna Ómarsdóttir og Anna Þorvaldsdóttir
Danshöfundur:
Erna Ómarsdóttir
Tónlist:
Anna Thorvaldsdóttir
Hljómsveitarstjóri:
Anna-Maria Helsing
Videoverk:
Pierre-Alain Giraud og Valdimar Jóhannsson
Ljós:
Valdimar Jóhannsson
Aðstoðardanshöfundur:
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Búningar:
Agnieszka Baranowska
Dansarar:
Ásgeir Helgi Magnússon, Charmene Pang, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson & Una Björg Bjarnadóttir.
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd