![[Íd] Íslenski dansflokkurinn](https://id.is/wp-content/uploads/2025/02/wib_1080x1080-265x265.jpg)
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu á While in battle I'm free, never free to rest föstudaginn 7. mars.
Verkið er kraftmikið stefnumót dansara Íslenska dansflokksins og dansara úr street-dans senunni hérlendis. Höfundur verksins er hinn virti danshöfundur Hooman Sharifi, sem fæddist í Íran en fluttist síðar til Noregs. Tónlistarmaðurinn Arash Moradi flytur lifandi tónlist á hljóðfærið tanbur, sem verður sameiningarafl í þessum menningarlega samruna – bæði fyrir dansarana á sviðinu og áhorfendur í salnum.
Verkið var frumsýnt við frábærar undirtektir á Listahátíð í Reykjavík sumarið 2024 og var tekið upp aftur í upphafi árs 2025.
Miðasala er í fullum gangi – tryggðu þér sæti áður en allt er uppselt!
Við þökkum fyrir einstakar viðtökur!
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd