![[Íd] Íslenski dansflokkurinn](https://id.is/wp-content/uploads/2025/03/WiB-lokasyning_listamannaspj-265x265.jpg)
Í sýningunni mætast tveir ólíkir dansheimar – street-dansarar og samtímadansarar – hvor með sitt einstaka tungumál og rytma. En á sviðinu er einnig tónlistin, flutt í beinni af tónlistarmanninum Arash Moradi, sem leikur á tanbur, fornt strengjahljóðfæri með rætur í persneskri og kúrdískri tónlistarhefð. Tónlist hans er sameiningarafl sem tengir ólíka heima saman í einn takt og dregur fram spennu, samhljóm og kraftinn í dansinum.
Eftir lokasýninguna 7. mars er gestum boðið að hlýða á lifandi samtal milli tónlistarmannanna Arash Moradi og Elham Fakouri.
Arash Moradi kemur frá þekktri tónlistarfjölskyldu í Kúrdistan og er virtur meistari á tanbur. Hann hefur unnið með tónlistarmönnum víða um heim og notar tónlist sína til að skapa brú á milli ólíkra menningarheima. Elham Fakouri er persneskur tónlistarmaður og hefur verið búsett á Íslandi um árabil.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir tónlistarnema að upplifa hvernig tónlist getur verið brú á milli ólíkra listforma og menningarheima.
Tryggðu þér miða hér.
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd