Hin lánsömu | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

Hin lánsömu

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Hin lánsömu eftir Anton Lachky – Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Átta manna fjölskylda
Velgengni og hamingja
Boð og bönn
Afleiðingar

Hin lánsömu er kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt hamingjuríkt og gæfusamt líf. Mundir þú fylgja hvaða reglu sem er ef það tryggði hamingju þína og lánsemi? Hvað ef ein reglan bannar þér að yfirgefa húsið þitt?

Hin lánsömu er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Anton Lachky er fæddur 1982 og byrjaði að dansa 5 ára gamall með þjóðdansafélaginu Maly Vtácnik. Hann nam dans við J.L. Bellu Conservatory í Banská Bystrica, í M.A.P.A. (Moving Academy for Performing Arts), Háskólann í Bratislava og svo að lokum við P.A.R.T.S í Belgíu.

Anton gekk til liðs við Akram Khan Company í mars 2004 and var svo einn af stofnendum Les SlovaKs Dance Collective, 2006, sem hefur farið víða um heim síðustu ár og sýndi m.a. verkið Opening Night á Listahátíð í Reykjavík 2011.

Undanfarin ár hefur orðspor  hans sem danshöfundur farið  vaxandi en meðal verka has eru Softandhardfyrir Borgarleikhúsið í Helsinki, Heaven is the placeog Family Journeyfyrir Praque DOT 504, Magical Roadfyrir Theater St-Gallen, Wonderlandfyrir Gautaborgarballettinn, Dreamersfyrir Scottish Dance Theatre, ásamt því að hafa samið fyrir Feneyjar tvíæringinn.

Haustið 2011 samdi hann verkið Fullkominn dagur til drauma sem sýnt var á Stóra sviði Borgarleikhússins, fyrir það verk vann hann ásamt dönsurum Íd verðlaunin Danshöfundur ársins 2012.

Anton er einnig mjög eftirsóttur sem danskennari en hann hefur þróað sitt eigið kerfi sem hann kallar Anton Lachky – Puzzle Work sem hann hefur kennt víða um  heim síðstliðinn áratug.

„Einfalt verk, skapað utan um færni dansaranna sjálfra, vel unnið og skemmtilegt. Ef mann langar að hlæja á danssýningu þá er Fullkominn dagur til drauma svarið“
SGM Fréttablaðið um Fullkominn dagur til drauma.

HUGMYND OG HANDRIT
Anton Lachky

DANSHÖFUNDUR
Anton Lachky

LJÓSAHÖNNUÐUR
Björn Bergsteinn Guðmundsson

BÚNINGAHÖNNUÐUR
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

HLJÓÐMYND
Baldvin Magnússon

DANSARAR
Einar Aas Nikkerud, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Hannes Þór Egilsson,  Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Tanja Marín Friðjónsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir