Jólin nálgast og snjókorn falla. Dimmir dagar faðma okkur og kertaljós vísa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda eltir ljósin í leit að sannri merkingu hans. Hún hefur heyrt um mátt jólaandans, hvernig hann fyllir hvert rými og jólastund. Hún veit upp á hár að andann þarf hún að finna, sjálfan sig að kynna og jólaósk sína uppfyllta fá.
Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri og frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og vinátta, þakklæti og hjálpsemi eru hluti af honum. Við upphaf ferðalagsins veit hún ekki nákvæmlega hvers hún leitar eða í hvers konar formi það gæti verið. En á leið sinni áttar hún sig á því hversu sérstakt það er að hjálpa vini og hvernig góðvild getur fengið hvern sem er til að brosa.
Jólasýning fyrir alla fjölskylduna.
Lengd er um klukkustund.
Að sýningu lokinni verður slegið upp jólaballi á sviðinu. Sannkölluð fjölskyldustund í aðdraganda jóla.
Frumsýnt 24. nóvember 2024 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Gjöful var leitin þó brögðótt hefði verið,
ferðalagið breytir þeim sem það þreytir.
Ljós eru tendruð í hjartarótum hjá þeim
sem hugrekkið sækja heim.
Ljósrofi hjartans logar svo skært
að nú virðist stúlkunni hreinlega allt fært.
Mýktina fann hún í faðmi vina
og leikurinn liminina gerði svo fima.
Ljósið nú logar innra með þeim,
þau fundu undursamlegan draumaheim.
Ævintýraheiminn þau saman sauma,
nú eiga þau sannkallaða jóladrauma.
Inga Maren Rúnarsdóttir
Inga Maren hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá árinu 2011. Jafnframt hefur hún starfað í verkefnum erlendis og með sjálfstæðum hópum hér á landi. Inga Maren lauk BA prófi við London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi í Flying Low og Passing Through tækni frá David Zambrano og er menntaður Yogakennari.
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Júlíanna hefur unnið með Íslenska dansflokknum frá árinu 2012 sem búninga- og sviðsmyndahöfundur. Júlíanna lauk BA prófi við Central Saint Martins listaháskólann í London árið 2010 og hefur starfað sem búninga- og leikmyndahönnuður fyrir kvikmyndir, þætti, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og leikhús.
Höfundur og danshöfundur:
Inga Maren Rúnarsdóttir
Sviðsmynd og búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist:
Ásgeir Aðalsteinsson
Myndahöfundur; sviðsmynd & veggspjald
Auður Þórhallsdóttir
Lýsing:
Pálmi Jónsson
Búningagerð:
Alexía Rós Gylfadóttir
Dramatúrg:
Harpa Arnardóttir
Leikmyndasmiði og sviðsetning:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Flytjendur og dansarar:
Stúlka:
Sara Lind Guðnadóttir
Jólaköttur:
Shota Inoue
Héri & Skata:
Emilía Benedikta Gísladóttir
Jólatré og héri:
Harpa Arnardóttir
Jólin nálgast og snjókorn falla. Dimmir dagar faðma okkur og kertaljós vísa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda eltir ljósin í leit að sannri merkingu hans. Hún hefur heyrt um mátt jólaandans, hvernig hann fyllir hvert rými og jólastund. Hún veit upp á hár að andann þarf hún að finna, sjálfan sig að kynna og jólaósk sína uppfyllta fá.
Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri og frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og vinátta, þakklæti og hjálpsemi eru hluti af honum. Við upphaf ferðalagsins veit hún ekki nákvæmlega hvers hún leitar eða í hvers konar formi það gæti verið. En á leið sinni áttar hún sig á því hversu sérstakt það er að hjálpa vini og hvernig góðvild getur fengið hvern sem er til að brosa.
Jólasýning fyrir alla fjölskylduna.
Lengd er um klukkustund.
Að sýningu lokinni verður slegið upp jólaballi á sviðinu. Sannkölluð fjölskyldustund í aðdraganda jóla.
Frumsýnt 24. nóvember 2024 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Gjöful var leitin þó brögðótt hefði verið,
ferðalagið breytir þeim sem það þreytir.
Ljós eru tendruð í hjartarótum hjá þeim
sem hugrekkið sækja heim.
Ljósrofi hjartans logar svo skært
að nú virðist stúlkunni hreinlega allt fært.
Mýktina fann hún í faðmi vina
og leikurinn liminina gerði svo fima.
Ljósið nú logar innra með þeim,
þau fundu undursamlegan draumaheim.
Ævintýraheiminn þau saman sauma,
nú eiga þau sannkallaða jóladrauma.
Inga Maren Rúnarsdóttir
Inga Maren hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá árinu 2011. Jafnframt hefur hún starfað í verkefnum erlendis og með sjálfstæðum hópum hér á landi. Inga Maren lauk BA prófi við London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi í Flying Low og Passing Through tækni frá David Zambrano og er menntaður Yogakennari.
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Júlíanna hefur unnið með Íslenska dansflokknum frá árinu 2012 sem búninga- og sviðsmyndahöfundur. Júlíanna lauk BA prófi við Central Saint Martins listaháskólann í London árið 2010 og hefur starfað sem búninga- og leikmyndahönnuður fyrir kvikmyndir, þætti, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og leikhús.
Höfundur og danshöfundur:
Inga Maren Rúnarsdóttir
Sviðsmynd og búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist:
Ásgeir Aðalsteinsson
Myndahöfundur; sviðsmynd & veggspjald
Auður Þórhallsdóttir
Lýsing:
Pálmi Jónsson
Búningagerð:
Alexía Rós Gylfadóttir
Dramatúrg:
Harpa Arnardóttir
Leikmyndasmiði og sviðsetning:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Flytjendur og dansarar:
Stúlka:
Sara Lind Guðnadóttir
Jólaköttur:
Shota Inoue
Héri & Skata:
Emilía Benedikta Gísladóttir
Jólatré og héri:
Harpa Arnardóttir
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd