JÓLADRAUMAR er danssýning fyrir alla fjölskylduna um leitina að hinum sanna jólaanda. Einvala lið listamanna stendur að sýningunni þar sem hugað er að hverju smáatriði svo úr verður töfrandi ævintýraheimur sem lætur engan ósnortin.
Í lok sýningar er slegið upp jólaballi og gefst áhorfenum kostur á að stíga á sviðið og dansa í kringum “sprell-lifandi” jólatré. Fyrir og eftir sýningu býðst gestum einnig að velja sér fallegt jólakort, skrifa jólakveðju til ástvina og stinga í rauðan póstkassa fyrir framan sviðið. Pósturinn sér svo um að koma kveðjunni á réttan stað fyrir jól.
Tónlistin í sýningunni er allt í senn frumsamin tónlist Ásgeirs, útsetningar hans á kunnuglegum jólalögum og lög úr hinni sígildu jólamynd a Charlie Brown Christmas með Vince Guaraldi trio.
Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á aðventunni.
Gleðilega JÓLADRAUMA
Íslenski dansflokkurinn
“Jólin nálgast. Dimmir dagar faðma okkur, snjókorn falla og kertaljós lýsa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda og eltir ljósin í leit sinni að sannri merkingu hans.
Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri, frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og góðvild getur fengið hvern sem er til að brosa.”
Jólasýning fyrir alla fjölskylduna.
Lengd er um klukkustund.
Að sýningu lokinni verður slegið upp jólaballi á sviðinu. Sannkölluð fjölskyldustund í aðdraganda jóla.
Frumsýnt 24. nóvember 2024 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Gjöful var leitin þó brögðótt hefði verið,
ferðalagið breytir þeim sem það þreytir.
Ljós eru tendruð í hjartarótum hjá þeim
sem hugrekkið sækja heim.
Ljósrofi hjartans logar svo skært
að nú virðist stúlkunni hreinlega allt fært.
Mýktina fann hún í faðmi vina
og leikurinn liminina gerði svo fima.
Ljósið nú logar innra með þeim,
þau fundu undursamlegan draumaheim.
Ævintýraheiminn þau saman sauma,
nú eiga þau sannkallaða jóladrauma.
Inga Maren Rúnarsdóttir
Inga Maren hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá árinu 2011. Jafnframt hefur hún starfað í verkefnum erlendis og með sjálfstæðum hópum hér á landi. Inga Maren lauk BA prófi við London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi í Flying Low og Passing Through tækni frá David Zambrano og er menntaður Yogakennari.
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Júlíanna hefur unnið með Íslenska dansflokknum frá árinu 2012 sem búninga- og sviðsmyndahöfundur. Júlíanna lauk BA prófi við Central Saint Martins listaháskólann í London árið 2010 og hefur starfað sem búninga- og leikmyndahönnuður fyrir kvikmyndir, þætti, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og leikhús.
Höfundur og danshöfundur:
Inga Maren Rúnarsdóttir
Sviðsmynd og búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist:
Ásgeir Aðalsteinsson
Hljóðmynd:
Þorbjörn Steingrímsson
Myndahöfundur; sviðsmynd & veggspjald
Auður Þórhallsdóttir
Ljósahönnun:
Pálmi Jónsson
Búningagerð:
Alexía Rós Gylfadóttir
Dramatúrg:
Harpa Arnardóttir
Leikmyndasmiði og sviðsetning:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Flytjendur og dansarar:
Stúlka:
Sara Lind Guðnadóttir
Jólaköttur:
Shota Inoue
Héri & Skata:
Emilía Benedikta Gísladóttir
Jólatré og héri:
Harpa Arnardóttir
Pósturinn er stuðningsaðili sýningarinnar
JÓLADRAUMAR er danssýning fyrir alla fjölskylduna um leitina að hinum sanna jólaanda. Einvala lið listamanna stendur að sýningunni þar sem hugað er að hverju smáatriði svo úr verður töfrandi ævintýraheimur sem lætur engan ósnortin.
Í lok sýningar er slegið upp jólaballi og gefst áhorfenum kostur á að stíga á sviðið og dansa í kringum “sprell-lifandi” jólatré. Fyrir og eftir sýningu býðst gestum einnig að velja sér fallegt jólakort, skrifa jólakveðju til ástvina og stinga í rauðan póstkassa fyrir framan sviðið. Pósturinn sér svo um að koma kveðjunni á réttan stað fyrir jól.
Tónlistin í sýningunni er allt í senn frumsamin tónlist Ásgeirs, útsetningar hans á kunnuglegum jólalögum og lög úr hinni sígildu jólamynd a Charlie Brown Christmas með Vince Guaraldi trio.
Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á aðventunni.
Gleðilega JÓLADRAUMA
Íslenski dansflokkurinn
“Jólin nálgast. Dimmir dagar faðma okkur, snjókorn falla og kertaljós lýsa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda og eltir ljósin í leit sinni að sannri merkingu hans.
Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri, frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og góðvild getur fengið hvern sem er til að brosa.”
Jólasýning fyrir alla fjölskylduna.
Lengd er um klukkustund.
Að sýningu lokinni verður slegið upp jólaballi á sviðinu. Sannkölluð fjölskyldustund í aðdraganda jóla.
Frumsýnt 24. nóvember 2024 á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Inga Maren Rúnarsdóttir
Inga Maren hefur unnið hjá Íslenska dansflokknum frá árinu 2011. Jafnframt hefur hún starfað í verkefnum erlendis og með sjálfstæðum hópum hér á landi. Inga Maren lauk BA prófi við London Contemporary Dance School, er með kennsluréttindi í Flying Low og Passing Through tækni frá David Zambrano og er menntaður Yogakennari.
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Júlíanna hefur unnið með Íslenska dansflokknum frá árinu 2012 sem búninga- og sviðsmyndahöfundur. Júlíanna lauk BA prófi við Central Saint Martins listaháskólann í London árið 2010 og hefur starfað sem búninga- og leikmyndahönnuður fyrir kvikmyndir, þætti, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og leikhús.
Höfundur og danshöfundur:
Inga Maren Rúnarsdóttir
Sviðsmynd og búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist:
Ásgeir Aðalsteinsson
Hljóðmynd:
Þorbjörn Steingrímsson
Myndahöfundur; sviðsmynd & veggspjald
Auður Þórhallsdóttir
Ljósahönnun:
Pálmi Jónsson
Búningagerð:
Alexía Rós Gylfadóttir
Dramatúrg:
Harpa Arnardóttir
Leikmyndasmiði og sviðsetning:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Flytjendur og dansarar:
Stúlka:
Sara Lind Guðnadóttir
Jólaköttur:
Shota Inoue
Héri & Skata:
Emilía Benedikta Gísladóttir
Jólatré og héri:
Harpa Arnardóttir
Pósturinn er stuðningsaðili sýningarinnar
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd