Frumsýnt mars 2001
Danshöfundur: Jo Strömgren
Lýsing: Jo Strömgren
Búningar. Jo Strömgren, Stefanía Adolfsdóttir
Hljóðhönnun: Jo Strömgren, Lars Aardal
Úr viðtali við Jo Strömgren
Hvað þýðir Kraak Een, Krakk Twee?
Þetta er hollenska
Og?
Þeir sem vilja vita svarið geta flett upp í orðabók og þá fær verkið aukaskírskotun eftir sýninguna. Ég leitast við að hafa titlana á verkunum þannig. Í stað þess að vera inngangur að verkinu er titillinn aukabónus eftirá.
En um hvað er KRAAK?
Í verkinu er ég aðalega að skoða stelpur. Minn eigin dansflokkur er einungis skipaður karlmönnum og því hef ég notast mikið við karlmannlegt sjónarhorn. Ég er að reyna að skilja stelpur.