Liminal | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

_DSC2729

Frumsýnt 6. febrúar sem hluti af kvöldinu TAUGAR.

Danshöfundur: Karol Tyminski
Tónlist: Valdimar Jóhannsson
Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tækniráðgjöf: Valdimar Jóhannsson
Búningahönnun: Agnieszka Baranowska
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Karol Tyminski & Þyri Huld Árnadóttir.

Liminal er millistig umbreytinga. Upprunalegt form er ekki lengur til og nýtt hefur ekki enn myndast. Margræðni, ringulreið og magnaður sköpunarkraftur ráða ríkjum. Dansarinn er hráefnið í listsköpuninni sem er byggt upp og brotið niður af honum sjálfum. Sveiflast er á milli þess veraldlega og andlega, heilaga og svívirta í eins konar helgiathöfn. 

Karol Tyminski er pólskur dansari og danshöfundur. Hann lauk námi við P.A.R.T.S. í Brussel og Vaganova Balletskólanum í Varsjá og er meðstofnandi danshöfundavinnustofunnar Centre in Motion í Varsjá. Í verkum sínum vinnur Karol með hugmyndina um dansarann sem ílát sem fylla megi með hvers kyns hugmyndum og sögum. Sem danshöfundur bregður Karol út af hefðbundnum leiðum og formlegum þáttum með því að skoða sjálfan líkama dansarans. Markmiðið er að fjalla um mannlegt ástand og ná til tilfinningasviðs dansarans með því að smjúga inn í líkamann. Slíkt nálgast oft trúarupplifanir eins og hann sýndi í einu af fyrri verkum sínum, Beep, sem Helmut Ploebs, einn af helstu gagnrýnendum Evrópu í dansi, sagði að væri með róttækustu og áhrifaríkustu dansverkum síðustu ára. Tyminski hefur fengið fjölda viðurkenninga og styrkja fyrir listsköpun sína, t.a.m. frá Evrópuráðinu og Advancing Performing Arts Projects (APAP). Við gerð verksins Liminal, nýtur Karol stuðnings frá Adam Mickiewicz Institute.