Rætur, rotnun, umrót
Lengd: 240 min
Frumsýning 25. janúar 2024 í Gerðarsafni
Á opnunartíma safnsins geta sýningargestir gengið um innsetninguna, dvalið í henni og haft gagnvirk áhrif á hana.
Eftir lokun, á fyrirfram ákveðnum kvöldum, munu dansarar taka yfir rýmið og umbreyta því í lifandi sýningu í heilt kvöld. Þar mæta áhorfendur flytjendum verksins sem birtast sem hluti af vistkerfi MOLTU líkt og skúlptúrar, verur, dýr og náttúra og eiga í samskiptum við innsetninguna sjálfa. Áhorfendum er boðið að dvelja, horfa, hlusta, hanga, borða, drekka og hvíla sig á meðan fólk og umhverfi breytast. Stundum eru breytingarnar svo hægar að þær sjást varla en stundum svo snöggar að þær fara fram hjá manni. Sýningin er upplifunarverk sem varir í fjóra klukkutíma. Gestir geta gengið inn og út úr rýminu að vild en innifalið í miðaverði eru matur og drykkur framreiddur af matreiðslumeistaranum Kjartani Óla Guðmundssyni. Maturinn er hluti af vistkerfinu sjálfu og er náttúran og flytjendur sjálfir hluti af því sem verður á boðstólnum. Um er að ræða einstaka heildræna upplifun þar sem öll skynfæri áhorfenda eru virkjuð. Sýningin er samstarfsverkefni Rósu og Íslenska dansflokksins. Í því veltir höfundur fyrir sér tengslum á milli dans, kóreógrafíu, tónlistar, myndlistar, líkama og efna, áhorfenda og flytjenda.
MOLTA var unnin í nánu samstarfi við allt listræna teymið.
Rósa Ómarsdóttir, danshöfundur, vinnur þvert á ólíka miðla. Í verkum sínum kannar hún samskipti manns og náttúru í leit að ómannhverfum frásögnum. Hún leitast við að skapa auðugt vistkerfi sem sameinar manneskjur, hluti og ósýnilega krafta. Verk hennar eru þverfagleg í eðli sínu og flétta saman kóreógrafíu, lifandi hljóðmyndum og myndlist, með femínískri nálgun á dramatúrgíu sem felur í sér varnarleysi og flæði. Verk Rósu hafa verið sýnd alþjóðlega á fjölmörgum hátíðum, leikhúsum, galleríum og listasöfnum. Rósa hefur einnig hlotið hálfs árs vinnustofu hjá Akademie Schloss Solitude í Stuttgart og fjölda minni vinnustofa um allan heim. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og verið verðlaunuð fyrir hljóðmynd og sem danshöfundur ársins.
Listrænn stjórnandi og danshöfundur:
Rósa Ómarsdóttir
Tónlist:
Nicolai Johansen
Dramatúrg:
Ásrún Magnúsdóttir
Búningar:
Kristjana Reynisdóttir
Innsetningar-teymi:
Rósa Ómarsdóttir, Guðný Hrund Sigurðardóttir, Hákon Pálsson & Valdimar Jóhannsson
Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði, Listamannalaunum, Reykjavíkurborg, Nordisk Kulturfond, Landsbankanum, Lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar og Nordic Culture Point.
Listræn aðstoð við innsetningu:
Guðný Hrund Sigurðardóttir
Ljós:
Hákon Pálsson
Tæknistjóri:
Valdimar Jóhannsson
Starfsnemar:
Olivia Pyszko & Júlía Kolbrún Sigurðardóttir
Aðstoð við kynningarmál:
MurMur Productions
Flytjendur:
Saga Sigurðardóttir, Karítas Lotta Tuliníus, Erna Gunnarsdóttir, Andrean Sigurgeirsson & Gabriele Bagdonaite.
Með-framleiðendur: Íslenski dansflokkurinn, Reykjavík Dance Festival, Dansehallerne Kaupmannahöfn, C-takt Belgíu.
Vinnustofur: Wp Zimmer Belgíu og Dansverkstæðið.
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd