Pottþétt myrkur | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

Pottþétt myrkur

Pottþétt myrkur er hluti af kvöldinu Dísablót.

Umvefðu skugga þinn og magnleysi,
faðmaðu myrkrið!

Myrkrið er hlýtt og umvefjandi. Þar getur maður sofið vært og ferðast um í draumalandi eða horfið aftur í móðurkvið. Verið varnarlaus. En myrkrið er líka ógnvekjandi, ríki martraðar og einmanaleika, lén hungraðra drauga sem eigra þar um í leit að létti eða fullnægju. Þeir leita í sífellu ljóssins sem varpar skugga á aðra, en geta þó aldrei ekki satt hungur sitt, svo ærandi er tómleikinn; óveðrið sem þeir láta okkur kljást við um alla tíð. 

Pottþétt myrkur er lokakaflinn í fjórleik um myrkrið og berskjöldun mannslíkamans. Fyrsta verkið í röðinni; Myrkrið faðmar, var frumsýnt á listahátíðinni Norður og niður á vetrarsólstöðum 2017.  Myndbands-innsetningin Örævi sem unnin var í samvinnu við Pierre-Alain Giraud var varpað á olíutankana við Marshall-húsið við opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík í febrúar 2018 og þriðji hlutinn, Brot úr myrkri, var sýndur á Listahátíð í Reykjavík 2018, í porti Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúss.

Öll verkin eru flutt við nýja tónlist Sigur Rósar og Valdimars Jóhannssonar undir listrænni stjórn Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar og í samstarfi við dansara Íd. 

Dansarar: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Þyri Huld Árnadóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Hannes Þór Egilsson, Sólbjört Sigurðardóttir og Una Björg Bjarnadóttir.

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad