RHYTHM OF POISON

Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir Elinu Pirinen, margverðlaunaðan danshöfund frá Finnlandi. Verkið er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson.
Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Í sýningunni vinnur Pirinen markvisst með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.
Rhythm of Poison tælir áhorfendur til þess að drukkna í eigin upplifun og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar.
,,Rhythm of Poison er fallegt og vel unnið verk í sinni myrku fegurð. Verkið hefur sterk listræn einkenni sem ögra hefðbundnum hugmyndum um fegurð og fagurfræði.“ ★★★★ – Fréttablaðið
,,Brjálæðislega hrifnæm líkamleg listsköpun á andlegu ástandi“ – Dance Info Finland
,,It’s a chaotic smörgåsbord of images—in every direction a new spectacle—and at many times, you don’t even know where to look.“ – Reykjavik Grapevine
Elina Pirinen var tilnefnd sem ‘danshöfundur ársins’ fyrir verkið á Grímunni 2020.
Danshöfundur: Elina Pirinen
Tónlist: Ville Kabrell
Dramatúrg: Heidi Väätänen
Ljós: Valdimar Jóhannsson
Dansarar: Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir,, Félix Urbina Alejandre, Halla Þórðardóttir, Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson og Una Björg Bjarnadóttir
Frumsýnt 28. febrúar 2020 á Nýja sviði Borgarleikhússins.