Transaquania-Into Thin Air | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Eldri Verk

Transaquania-Into Thin Air

Íslenski dansflokkurinn Into thin airFrumsýnt 7. október 2010

Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet og Gabríela Friðriksdóttir í samvinnu við dansarana
Frumsamin tónlist: Valdimar Jóhannsson og Ben Frost
Búningar og umgjörð: Gabríela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Ljósahönnun og ljósatækni: Kjartan Þórisson og Aðalsteinn Stefánsson
Hljóðtækni: Baldvin Magnússon

„Transaquania – Into thin Air“ er sjálfstætt framhald af hinu óvenjulega verki „Transaquania – Out of the Blue“ sem Íslenski dansflokkurinn sýndi í Bláa Lóninu í apríl 2009 og var valin sýning ársins af gagnrýnendum Morgunblaðsins.

Verkið var fært inn á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem saga og þróun þessara kynjavera Bláa lónsins hélt áfram. “Transaquania-Into thin Air” kannar aðrar hliðar þessara kynjavera.

Nú er allt vatn horfið af yfirborði jarðar og skilur eftir sig þurrt minni horfinna tíma.

Lífið er ljóðræn barátta, þar sem líkaminn er í stöðugri ummyndun, aðlögunarhæfni og stöðug stökkbreyting verður kjarni lífsins, eins og heimspeki kamelljónsins.

Í þessu nýja dansverki taka, Erna, Damien og Gabríela áhorfendur í epískt ferðalag og kanna hið viðkvæma jafnvægi og hinn þunna þráð milli hins efnislæga, hins líkamlega og hins ljóðræna. Saman hefur þessi sterki hópur listafólks skapað heim kynjavera þar sem dansinn, myndlistin og tónlistin mynda sterka heild.

 

sadsad