“In the dark times
Will there also be singing?
Yes, there will also be singing.
About the dark times.” ― Bertolt Brecht
Belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe elskar að liggja nakinn í snjónum, dansa í villtum partýum og syngja undir stýri.
Og tilhugsunin um björn sem jogglar eplum á einhjóli er fyndin.
Þykir sumum.
Öðrum finnst hún sorgleg.
Að vetri til, í myrkri og drungalegu veðri, lítur fólk einmitt inn á við.
Fleygir sér ekki bara allsbert í snjóinn og fer í partí eða keyrir fram og tilbaka í bíl.
Það veit Pieter.
Nú hefur hann hitt dansara Íslenska dansflokksins, þau Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu.
Sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.
Þau skiptast á spurningum, þau dansa þær og syngja.
Því þau hafa öll sögu að segja.
Og hvað er fallegra en að syngja saman á meðan niðadimm nóttin líður hjá?
Um hvað syngjum við er eftir Pieter Ampe í náinni samvinnu við Jakob Ampe, Valdimar Jóhannsson, Barbara Demaret, Jelle Clarise og dansara Íslenska dansflokksins
Hugmynd: Pieter Ampe.
Tónlist, samsetning og raddþjálfun: Jakob Ampe.
Glöggt auga: Jelle Clarisse.
Dramatúrgísk aðstoð: Barbara Demaret.
Ljós og leynd aðstoð: (verndarengill) Valdimar Johannsson.
Dansarar: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Charmene Pang, Tilly Sordat, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir.
Um hvað syngjum við er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Við vekjum athygli á að sýningin inniheldur nekt.