Um hvað syngjum við | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

Um hvað syngjum við

“In the dark times
Will there also be singing?

Yes, there will also be singing.
About the dark times.” ― Bertolt Brecht

Belgíski danshöfundurinn Pieter Ampe elskar að liggja nakinn í snjónum, dansa í villtum partýum og syngja undir stýri.
Og tilhugsunin um björn sem jogglar eplum á einhjóli er fyndin.
Þykir sumum.
Öðrum finnst hún sorgleg.

Að vetri til, í myrkri og drungalegu veðri, lítur fólk einmitt inn á við.
Fleygir sér ekki bara allsbert í snjóinn og fer í partí eða keyrir fram og tilbaka í bíl.
Það veit Pieter.
Nú hefur hann hitt dansara Íslenska dansflokksins, þau Elínu, Andrean, Tilly, Charmene, Felix, Shota, Ernu og Unu.
Sum þeirra eru frá Íslandi, önnur eru lengra að komin, en öll nota þau tækifærið til að líta í eigin barm og spyrja sig spurninga.
Þau skiptast á spurningum, þau dansa þær og syngja.
Því þau hafa öll sögu að segja.
Og hvað er fallegra en að syngja saman á meðan niðadimm nóttin líður hjá?

Um hvað syngjum við er eftir Pieter Ampe í náinni samvinnu við Jakob Ampe, Valdimar Jóhannsson, Barbara Demaret, Jelle Clarise og dansara Íslenska dansflokksins
Hugmynd: Pieter Ampe.
Tónlist, samsetning og raddþjálfun: Jakob Ampe.
Glöggt auga: Jelle Clarisse.
Dramatúrgísk aðstoð: Barbara Demaret.
Ljós og leynd aðstoð: (verndarengill) Valdimar Johannsson.
Dansarar: Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Felix Urbina Alejandre, Charmene Pang, Tilly Sordat, Shota Inoue og Una Björg Bjarnadóttir.

Um hvað syngjum við er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Við vekjum athygli á að sýningin inniheldur nekt.

Gagnrýni

“Mér fannst þessi sýning alveg gjörsamlega stórkostleg og er búin að velta henni mikið fyrir mér eftir hana [..] Maður sér inní fólkið, dansarana. […] Þau eru að tala um öll jaðarmálin í samfélaginu í þessari sýningu. Litla stelpan inni í mér fannst ógeðslega gaman á sýningunni. Ég var alveg svona fremst á sætinu og þurfti að loka augunum, fékk sorgarsvip. Fannst þetta vera allur skalinn […] Þetta var inspirerandi og skemmtilegt”
– Fríða Rós Valdimarsdóttir í Lestarklefanum á RÚV

“Um hvað syngjum við er áhugavert verk sem tekst á við málefni sem kemur okkur öllum við.  Það er mjög líkamlegt og krefst mikils hraða og styrks af dönsurunum [..] Ég mæli því með að fólk fari í Borgarleikhúsið og sjái um hvað Íslenski dansflokkurinn syngur þessa febrúardaga.”
– Sesselja G. Magnúsdóttir í Menningunni á RÚV

“Það sem mér fannst skemmtilegast við sýninguna var að fá að sjá hvern og dansara flokksins eins og hann er í dag fá að njóta sín og spreyta sig og sýna hvað í sér býr mjög mikið. Ég verð bara að segja að mér finnst þau stórkostleg, þetta er frábær hópur. [..] Mér fannst allir dansararnir komu ótrúlega flott frá sínu”
– Borgar Magnússon í Lestarklefanum á RÚV

“Rosalega vel heppnuð öll hljóðmyndin og tónlistin út í gegn”
– Borgar Magnússon í Lestarklefanum á RÚV

“Ég held að þetta sé geggjuð sýning fyrir unglinga og fyrir alla sem eru kannski að taka sín fyrstu skref að vita meira um dans [..] gefur auðveldan aðgang að því sem þau [dansflokkurinn] eru að gera”
– Kristína Aðalsteinsdóttir í Lestarklefanum á RÚV

“Opinn faðmur gagnvart danslistinni”
– Guðni Tómasson í Lestarklefanum á RÚV

“snerti mig inn að beini”
– Borgar Magnússon í Lestarklefanum á RÚV

“Besti söngleikur sem ég hef séð”
– Kristína Aðalsteinsdóttir í Lestarklefanum á RÚV

“Mér finnst það [starf Íd] vera fyrirmynd fyrir alla kima íslensks samfélag”
– Borgar Magnússon í Lestarklefanum á RÚV

“Mikill kraftur og gleði í þessari sýningu”
– Guðni Tómasson í Lestarklefanum á RÚV

sadsad