Netfang: erna.omarsdottir@id.is
Erna Ómarsdóttir útskrifaðist sem dansari frá PARTS í Brüssel (performing arts research and training studios) árið 1998. Hún starfaði sem dansari hjá ýmsum belgískum og alþjóðlegum danshópum, þeirra á meðal Troubleyn, Ballet C De la B og Sidi Larbi Cherkaoui. Hún var einnig stofnmeðlimur dans- og leikhópanna Ekki (Reykjavík, 1996) og Poni (Brüssel, 2001).
Árið 2002 samdi Erna, í félagi við Jóhann Jóhannsson tónskáld, verkið „IBM 1401- A User’s Manual“ (tekið aftur upp 2017, í minningu J.J.) og þremur árum síðar kom „The Mysteries of Love“ – bæði þessi verk voru sýnd víða í Evrópu fram til ársins 2009.
Erna var listrænn stjórnandi hjá Les Grandes Traversees í Bordeaux France árið 2007.
Árið 2008 stofnuðu þau Valdimar Jóhannsson (Erna og Valdimar halda úti hljómsveitinni LAZYBLOOD), leikhópinn Shalala sem hefur framleitt fjöldann allan af dansverkum og leikviðburðum í gegnum tíðina og sýnt á sviðslistahátíðum og í leikhúsum víða um heim.
Erna Ómarsdóttir hefur samið fjölmörg verk fyrir Íslenska dansflokkinn. Hið fyrsta var „We are all Marlene Dietrich FOR“ (2005) sem hún vann í félagi við Emil Hrvation (Janez Janza), einnig „Transaquania – Out of the Blue“ (2009) og „Transaquania – Into Thin Air“ (2010), hvorutveggja í samvinnu við danshöfundinn Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Árið 2009 samdi Erna verkið „Black Marrow“ fyrir ástralska leikhópinn Chunky Moves, í samvinnu við Damien Jalet og með frumsamdri tónlist eftir Ben Frost (Verkið var frumsýnt á Melbourne International Arts Festival og tekið aftur til sýninga árið 2015, þá sem hluti af dagskrá Íd.)
Erna var annar listrænna stjórnenda Reykjavik Dance Festival árið 2014.
Árið 2015 hóf Erna Ómarsdóttir störf sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.
Hún hlaut Grímuverðlaunin 2016 sem danshöfundur fyrir aðkomu sína að sýningunni „Njála“ sem sett var upp í samstarfi Borgarleikhússins og Íd og ári síðar, 2017, stýrði Erna umfangsmiklu verkefni; „Fórn“ (SACRIFICE – A Festival For Common Things Made Holy), í félagi við Valdimar Jóhannsson. Þar var á ferðinni heil listahátíð sem skartaði einnig samstarfsverkefnum eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar Kjartansson, Margréti Bjarnadóttur, Bryce Dessner, Matthew Barney, Friðgeir Einarsson, Sofiu Jernberg, Sigtrygg Berg, Dóru Jóhannsdóttur og dansara Íslenska dansflokksins.
Meðal verka sem Erna hefur samið fyrir Íd undanfarin ár má nefna „At Dusk We Embrace“, „Örævi“, „Variations of Darkness“ og „The Best of Darkness“. Öll verkin voru unnin í samstarfi við Valdimar Jóhannsson og út frá nýrri tónlist eftir hljómsveitina SigurRós.
Árið 2018, gerðu Erna og Halla Ólafsdóttir sína eigin útgáfu af verki Shakespeares, „Rómeó og Júlíu“ í Gärtnerplatz-leikhúsinu í München. Sýningin var tilnefnd til þýsku FAUST-verðlaunanna 2019, sem kóreógrafía ársins.
Árið 2019 setti Erna Ómarsdóttir á svið verkið „AION“, ásamt tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur, í nánu samstarfi við dansara Íd og hljóðfæraleikara Gautaborgarsinfóníunnar. „AION“ var í framhaldinu sett á svið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Arktisk Philharmoni í Noregi.
Árið 2020, tóku Erna og Damien Jalet enn saman höndum, í dansverkinu „DuEls“, einskonar ferðalagi um Vigeland-safnið í Osló sem fram fór í samstarfi Íslenska dansflokksins og Nagelhus Schia Productions, við tónlist eftir Thom Yorke (Radiohead). Í verkinu fóru dansararnir um hin ýmsu rými safnsins, með það að markmiði að leysa úr læðingi þann innri kraft sem býr í stórbrotnum skúlptúrum Gustavs Vigeland. „DuEls“ hlaut hin eftirsóttu SUBJEKT-menningarverðlaun sem besta leik- og danssýning ársins í Noregi árið 2020 og verkið var einnig kvikmyndað af sænska leikstjóranum Jonas Åkerlund (kunnur fyrir myndbönd sín með t.d. U2, Madonna og Eminem).
Árið 2021, leikstýrði Erna verkinu „Orfeus+Eurydike“ í Freiburg í Þýskalandi. Hugmyndina og útfærsluna vann hún í samstarfi við Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónsson. Í þessu samstarfsverkefni borgarleikhússins í Freiburg og Íd var allt í senn unnið með leikhús, dans og tónlist. Ári síðar var Erna höfundur og dansari í verkinu „The Juliet Duet“, ásamt Höllu Ólafsdóttur. Þetta dansverk var samið að undirlagi borgarleikhússins í Leipzig og var feminískt viðbragð þeirra Höllu og Ernu við eigin uppsetningu á „Rómeó og Júlíu“ í München þremur árum fyrr.
Árið 2023 samdi Erna „Notes And Steps From the Underworld“ – í félagi við sænsk-eþíópsku raddlistakonuna Sofiu Jernberg. Verkið var sýnt í Bode-safninu í Berlín sem hluti af sýningaröð safnsins er kallaðist „Female Gaze“.
Erna Ómarsdóttir hefur í yfir 20 ár samið dansverk og ferðast með þau víða um heim við frábæran orðstír, ná hin síðustu ár undir merkjum Íslenska dansflokksins. Hún hefur unnið náið með Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni, myndlistarkonunni Gabríelu Friðriksdóttir og Björk (myndböndin „Black Lake“, „Where is the Line“, „Ancestress“), einnig Jóhanni Jóhannssyni, Ben Frost, SigurRós, Ólöfu Arnalds, Skúla Sverrissyni, Ólafi Arnalds og kvikmyndaleikstjórum á borð við Jonas Åkerlund (myndbönd við lög SigurRósar, Duran Duran), Terrence Mallick og Andy Huang. Erna hefur hlotið Grímuverðlaunin í níu skipti, verið tilnefnd til þýsku sviðlistaverðlaunanna og nokkrum sinnum hlotið tilnefningar í ársuppgjöri tímaritsins Ballet Tanz.
Netfang: erna.omarsdottir@id.is
Erna Ómarsdóttir útskrifaðist sem dansari frá PARTS í Brüssel (performing arts research and training studios) árið 1998. Hún starfaði sem dansari hjá ýmsum belgískum og alþjóðlegum danshópum, þeirra á meðal Troubleyn, Ballet C De la B og Sidi Larbi Cherkaoui. Hún var einnig stofnmeðlimur dans- og leikhópanna Ekki (Reykjavík, 1996) og Poni (Brüssel, 2001).
Árið 2002 samdi Erna, í félagi við Jóhann Jóhannsson tónskáld, verkið „IBM 1401- A User’s Manual“ (tekið aftur upp 2017, í minningu J.J.) og þremur árum síðar kom „The Mysteries of Love“ – bæði þessi verk voru sýnd víða í Evrópu fram til ársins 2009.
Erna var listrænn stjórnandi hjá Les Grandes Traversees í Bordeaux France árið 2007.
Árið 2008 stofnuðu þau Valdimar Jóhannsson (Erna og Valdimar halda úti hljómsveitinni LAZYBLOOD), leikhópinn Shalala sem hefur framleitt fjöldann allan af dansverkum og leikviðburðum í gegnum tíðina og sýnt á sviðslistahátíðum og í leikhúsum víða um heim.
Erna Ómarsdóttir hefur samið fjölmörg verk fyrir Íslenska dansflokkinn. Hið fyrsta var „We are all Marlene Dietrich FOR“ (2005) sem hún vann í félagi við Emil Hrvation (Janez Janza), einnig „Transaquania – Out of the Blue“ (2009) og „Transaquania – Into Thin Air“ (2010), hvorutveggja í samvinnu við danshöfundinn Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Árið 2009 samdi Erna verkið „Black Marrow“ fyrir ástralska leikhópinn Chunky Moves, í samvinnu við Damien Jalet og með frumsamdri tónlist eftir Ben Frost (Verkið var frumsýnt á Melbourne International Arts Festival og tekið aftur til sýninga árið 2015, þá sem hluti af dagskrá Íd.)
Erna var annar listrænna stjórnenda Reykjavik Dance Festival árið 2014.
Árið 2015 hóf Erna Ómarsdóttir störf sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.
Hún hlaut Grímuverðlaunin 2016 sem danshöfundur fyrir aðkomu sína að sýningunni „Njála“ sem sett var upp í samstarfi Borgarleikhússins og Íd og ári síðar, 2017, stýrði Erna umfangsmiklu verkefni; „Fórn“ (SACRIFICE – A Festival For Common Things Made Holy), í félagi við Valdimar Jóhannsson. Þar var á ferðinni heil listahátíð sem skartaði einnig samstarfsverkefnum eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Ragnar Kjartansson, Margréti Bjarnadóttur, Bryce Dessner, Matthew Barney, Friðgeir Einarsson, Sofiu Jernberg, Sigtrygg Berg, Dóru Jóhannsdóttur og dansara Íslenska dansflokksins.
Meðal verka sem Erna hefur samið fyrir Íd undanfarin ár má nefna „At Dusk We Embrace“, „Örævi“, „Variations of Darkness“ og „The Best of Darkness“. Öll verkin voru unnin í samstarfi við Valdimar Jóhannsson og út frá nýrri tónlist eftir hljómsveitina SigurRós.
Árið 2018, gerðu Erna og Halla Ólafsdóttir sína eigin útgáfu af verki Shakespeares, „Rómeó og Júlíu“ í Gärtnerplatz-leikhúsinu í München. Sýningin var tilnefnd til þýsku FAUST-verðlaunanna 2019, sem kóreógrafía ársins.
Árið 2019 setti Erna Ómarsdóttir á svið verkið „AION“, ásamt tónskáldinu Önnu Þorvaldsdóttur, í nánu samstarfi við dansara Íd og hljóðfæraleikara Gautaborgarsinfóníunnar. „AION“ var í framhaldinu sett á svið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Arktisk Philharmoni í Noregi.
Árið 2020, tóku Erna og Damien Jalet enn saman höndum, í dansverkinu „DuEls“, einskonar ferðalagi um Vigeland-safnið í Osló sem fram fór í samstarfi Íslenska dansflokksins og Nagelhus Schia Productions, við tónlist eftir Thom Yorke (Radiohead). Í verkinu fóru dansararnir um hin ýmsu rými safnsins, með það að markmiði að leysa úr læðingi þann innri kraft sem býr í stórbrotnum skúlptúrum Gustavs Vigeland. „DuEls“ hlaut hin eftirsóttu SUBJEKT-menningarverðlaun sem besta leik- og danssýning ársins í Noregi árið 2020 og verkið var einnig kvikmyndað af sænska leikstjóranum Jonas Åkerlund (kunnur fyrir myndbönd sín með t.d. U2, Madonna og Eminem).
Árið 2021, leikstýrði Erna verkinu „Orfeus+Eurydike“ í Freiburg í Þýskalandi. Hugmyndina og útfærsluna vann hún í samstarfi við Gabríelu Friðriksdóttur og Bjarna Jónsson. Í þessu samstarfsverkefni borgarleikhússins í Freiburg og Íd var allt í senn unnið með leikhús, dans og tónlist. Ári síðar var Erna höfundur og dansari í verkinu „The Juliet Duet“, ásamt Höllu Ólafsdóttur. Þetta dansverk var samið að undirlagi borgarleikhússins í Leipzig og var feminískt viðbragð þeirra Höllu og Ernu við eigin uppsetningu á „Rómeó og Júlíu“ í München þremur árum fyrr.
Árið 2023 samdi Erna „Notes And Steps From the Underworld“ – í félagi við sænsk-eþíópsku raddlistakonuna Sofiu Jernberg. Verkið var sýnt í Bode-safninu í Berlín sem hluti af sýningaröð safnsins er kallaðist „Female Gaze“.
Erna Ómarsdóttir hefur í yfir 20 ár samið dansverk og ferðast með þau víða um heim við frábæran orðstír, ná hin síðustu ár undir merkjum Íslenska dansflokksins. Hún hefur unnið náið með Valdimar Jóhannssyni tónlistarmanni, myndlistarkonunni Gabríelu Friðriksdóttir og Björk (myndböndin „Black Lake“, „Where is the Line“, „Ancestress“), einnig Jóhanni Jóhannssyni, Ben Frost, SigurRós, Ólöfu Arnalds, Skúla Sverrissyni, Ólafi Arnalds og kvikmyndaleikstjórum á borð við Jonas Åkerlund (myndbönd við lög SigurRósar, Duran Duran), Terrence Mallick og Andy Huang. Erna hefur hlotið Grímuverðlaunin í níu skipti, verið tilnefnd til þýsku sviðlistaverðlaunanna og nokkrum sinnum hlotið tilnefningar í ársuppgjöri tímaritsins Ballet Tanz.
Skráning á póstlistann
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd