Black Marrow | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

Verkefnaskrá

Black Marrow

Black Marrow_CR_Proud Mother Pictures

Frumsýnt 19. maí 2015 á Stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð í Reykjavík

Danshöfundar: Erna Ómarsdóttir & Damien Jalet
Aðstoðarmaður danshöfunda: Sara Black
Frumsamin tónlist: Ben Frost
Önnur tónlist: Danzel
Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar: Júlíanna Steingrímsdóttir
Sviðsmynd: Alexandra Mein, Erna Ómarsdóttir, Damien Jalet, Júlíanna Steingrímsdóttir & Rebekka Moran
Grímur: Rebekka Moran & Heimir Sverrisson eftir upprunalegri hönnun Alexandra Mein
Dansarar: Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Sergio Parés Agea & Þyri Huld Árnadóttir

Smyrsl guðs eða saur djöfulsins? Hvað er þetta svarta blóð sem rennur um æðar okkar iðnvædda heims? Hvaða goðsagnir er þar að finna? Hve mikið mun það óafturkallanlega umbreyta okkur og sambandi okkar við umhverfið? Hversu háð erum við og hvað göngum við langt til að uppfylla þarfir okkar? Erum við olía framtíðarinnar?

Með þessar spurningar að leiðarljósi sköpuðu Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet fyrstu útgáfuna af Black Marrow í Ástralíu árið 2009 sem þau hafa nú þróað enn frekar með dönsurum Íslenska dansflokksins. Erna og Damien finna hér upp á nútíma helgiathöfn út frá hinu forna sambandi mannsins við náttúruna. Með dönsurunum nýta þau hinn forna trans til að endurspegla heim þar sem eðlishvötin hefur verið iðnvædd og  líkaminn umbreytist, stökkbreytist, gleðst og berst til að lifa af. Með því að nota rytma, endurtekningu og örmögnun í bland við seiðmagnaða tónlist Ben Frost, umbreytast dansararnir í steingervinga, vélar, heiðin goð og áhyggjulausan, glitrandi æskulýð. Hver einasta athöfn hefur tilgang – trans er oft læknandi. Black Marrow er eins og afmyndaður spegill, skyggð endurspeglun á nútímasambandi okkar við jörðina. Ljóðræn tilraun til að bjarga henni… eða okkur sjálfum.

Black Marrow var upprunalega samið fyrir Chunky Move dansflokkinn og samið í samvinnu við  Sara Black, Paulo Castro, Julian Crotti, Alisdair Macindoe, Carlee Mellow & James Shannon. Black Marrowvar fyrst frumsýnt á Alþjóðlegu listahátíðinni í Melbourne í október 2009.

Gagnrýni

★★★★★
“hélt áhorfandanum föngnum svo mjög að á tímabilum óttaðist maður að maður gleymdi að anda”
SGM – Fréttablaðið

★★★★★
“Það eina sem ég get sagt er brjóttu sparibaukinn þinn og skelltu þér í Borgarleikhúsið. Þetta snýst fyrst og síðast um upplifun; Krafta sem fylla rýmið, tónlist sem yfirtekur heyrnina og aðdáun á því undursamlega sköpunarverki sem mannslíkaminn er.”
MG – pjatt.is

★★★★1/2
“Dansinn tekinn alla leið”
MÁ – Morgunblaðið

sadsad