HVERFA
Hverfa: verða á bak og burt, verða að engu, eyðast, fara burt, líða burt, týnast. Einnig dofna, mást út.
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra í flækju eða annað sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir dansarar í nokkurs konar sálumessu til leikhússins og þess sem á það til að hverfa í bakgrunninn.
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er danshöfundur, nýsköpunarfræðingur og popptónlistarkona sem leikur sér með mörk dans og hljóðs í verkum sínum.
Dansverk eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Frumsýnt 1. nóvember á stóra sviðinu Borgarleikhússins
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir lærði danssmíði við SNDO í Amsterdam og samtímadans við P.A.R.T.S (Performing Arts Research and Training Studios) i Brussel. Frá útskrift hefur Melkorka unnið með samband og mörk tveggja miðla; tónlistar og danslistar. Hún hefur samið hreyfingar, við leikverk, dansverk og tónverk og unnið með danshöfundum, tónlistarfólki og sviðslistahópum á borð við Wim Vandekeybus/Ultima Vez, Íslenska Dansflokknum, John the Houseband, Katrínu Gunnarsdóttur, Sigríði Soffíu Níelsdóttir og Árna Rúnar Hlöðversson. Verkið Milkywhale, hlaut Menningarverðlaun DV 2015 og tvær tilnefningar til Grímunnar sama ár. Milkywhale umbreyttist í popphljómsveit sem hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðunum Hróarskeldu, Reeperbahn og Sónar Reykjavík. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga og verið verðlaunuð en Melkorka hlaut Grímuna sem annar tveggja danshöfunda fyrir verkið Coming Up árið 2013. Síðustu ár hefur Melkorka unnið að samtali nýsköpunar og sviðslista með verkinu Ok, bye þar sem erindi og umræður frá frumkvöðlum tvinnast saman við listrænar uppákomur, tónlist og sjónræna upplifun.
Höfundur
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Dansarar:
Ásgeir Helgi Magnússon, Andrean Sigurgeirsson
Leikmynd og Búningar:
Elín Hansdóttir
Tónlist: og hljóðmynd:
Árni Rúnar Hlöðversson
Ljósahönnun:
Jóhann Friðrik Ágústsson
Dramatúrg:
Igor Dobričić
Framleiðsla:
Milkywhale
Verkefnið er samstarfsverkefni Melkorku og Íslenska Dansflokksins og styrkt af Sviðslistasjóði, launasjóði sviðslistafólks og Reykjavíkurborg.
HVERFA
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra í flækju eða annað sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir dansarar í nokkurs konar sálumessu til leikhússins og þess sem á það til að hverfa í bakgrunninn.
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er danshöfundur, nýsköpunarfræðingur og popptónlistarkona sem leikur sér með mörk dans og hljóðs í verkum sínum.
Dansverk eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Frumsýnt 1. nóvember á stóra sviðinu Borgarleikhússins
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir lærði danssmíði við SNDO í Amsterdam og samtímadans við P.A.R.T.S (Performing Arts Research and Training Studios) i Brussel. Frá útskrift hefur Melkorka unnið með samband og mörk tveggja miðla; tónlistar og danslistar. Hún hefur samið hreyfingar, við leikverk, dansverk og tónverk og unnið með danshöfundum, tónlistarfólki og sviðslistahópum á borð við Wim Vandekeybus/Ultima Vez, Íslenska Dansflokknum, John the Houseband, Katrínu Gunnarsdóttur, Sigríði Soffíu Níelsdóttir og Árna Rúnar Hlöðversson. Verkið Milkywhale, hlaut Menningarverðlaun DV 2015 og tvær tilnefningar til Grímunnar sama ár. Milkywhale umbreyttist í popphljómsveit sem hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðunum Hróarskeldu, Reeperbahn og Sónar Reykjavík. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga og verið verðlaunuð en Melkorka hlaut Grímuna sem annar tveggja danshöfunda fyrir verkið Coming Up árið 2013. Síðustu ár hefur Melkorka unnið að samtali nýsköpunar og sviðslista með verkinu Ok, bye þar sem erindi og umræður frá frumkvöðlum tvinnast saman við listrænar uppákomur, tónlist og sjónræna upplifun.
Höfundur
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Dansarar:
Ásgeir Helgi Magnússon, Andrean Sigurgeirsson
Leikmynd og Búningar:
Elín Hansdóttir
Tónlist: og hljóðmynd:
Árni Rúnar Hlöðversson
Ljósahönnun:
Jóhann Friðrik Ágústsson
Dramatúrg:
Igor Dobričić
Framleiðsla:
Milkywhale
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd