Órætt algleymi/ Liminal States
Órætt algleymi/ Liminal States býður okkur að hverfa frá hinni sjónrænu upplifun á tilveru okkar og að líkamnaðri reynslu af veruleikanum sem lítur að orku og skynjun; inn í millibilsástand þar sem upplifun og skynjun eiga sér stað á mörkum meðvitundarinnar. Verkið beinir athygli að samtali við viss innri rými sem eru ótengd persónueinkennum, þar sem hægt er að upplifa ástand umbreytingar og það sem kalla má órætt líkamlegt alflæmi. Verkið er í raun hugleiðsla um hina óáþreifanlegu en kraftmiklu undirstrauma í tilveru okkar.
Danssýning eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur.
Frumsýnt 1. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins.
Órætt algleymi/ Liminal States byggir á áralöngum rannsóknum höfundar á ólíkum stigum og umbreytingum skynjunar. Verkið er lokahluti trílógíu þar sem Margrét Sara fæst við hugmyndir um öfl sem verka á okkur utan við hinn meðvitaða huga. Verkin þrjú sem trílógían spannar eru; Pervasive Magnetic Stimuli (2018), Boundless Ominous Fields (2024) og Liminal States (2024).
Tónlist verksins var upphaflega samin af Peter Rehberg fyrir dansverkið Pervasive Magnetic Stimuli (2018). Sýningin Liminal States er gerð við sömu tónsmíð til heiðurs áratuga langri samvinnu tónskáldsins og Margrétar Söru allt til fráfalls Peters árið 2021. Tónlistin verður einnig gefin út af útgáfufyrirtækinu Editions Mego 2025 með for-útgáfu við frumsýningu Liminal States á Íslandi þann 1.nóvember 2024.
Undanfarin 15 ár hefur Margrét Sara tekist listrænt á við áhrif samfélagslegra pólitískra stefna á líkama okkar og innra líf. Hún hefur því tengt þróað nýja kategoríu afsviðsdansi og danstækni sem byggð er á rannsóknum á djúpvöðva slökun sem hún kallar FULL DROP og gengur út á speglun og losun á þessum utanaðkomandi áhrifum. Í mótvægi við kröfur nýfrjálshyggjunnar kennir aðferðin nýjar leiðir að annars konar uppsprettu af lífsorku, styrk, dansi, nálgun og útkomu. Á forsendum þessara fræða opnast gátt inn í undirmeðvitund þar sem rými fyrir gagnrýna endurskoðun á innri og ytri veruleika býr til tengingu við nýja þekkingu og upplifun af okkur sjálfum. Í verkum Margrétar Söru nýta dansararnir aðferðafræði hennar FULL DROP til þess að nálgast ólík líkamleg meðvitundarstig. Þeir þróa færni til að vinna með líkamlegt ástand þar sem næmni og hlustun er örvuð á öflugan og hárfínan hátt. Sviðsverk hennar taka beinan þátt í umræðu samtímans um aktivisma, feminisma, gagnvirk tengsl og heilun.
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Margrét Sara Guðjónsdóttir stundaði dansnám í Hollandi og fluttist eftir það til Berlínar þar sem hún hefur starfaði á eigin vegum sem danshöfundur og dansari með ýmsum sviðslistamönnum í Evrópu í yfir tvo áratugi.
Margrét Sara stofnaði ásamt danshöfundinum Sveinbjörgu Þórhallsdóttur framleiðslufyrirtækið Panic Productions í Reykjavík sem skapaði vettvang fyrir samstarfssýningar á Íslandi og víðar með alþjóðlegum listamönnum á árunum 2004-2009. Hún og var einnig partur listamannarekna festivalinu Flutgraben Performances í Berlín 2019-2020.
Á sínum ferli hefur Margrét Sara sýnt eigin dansverk og notið stuðnings og samstarfs menningarstofnana og virtra listahátíða um alla Evrópu. Hún var meðal annars fengin til að setja upp tvö verk fyrir Cullberg ballettinn í Svíþjóð, Les Grandes Traversees Festivalið í Bordeaux og Þjóðaróperuna í Stokkhólmi. Fjallað hefur verið um verk Margrétar Söru víða í bæði listrænu og akademísku samhengi.
Margrét Sara vann með breska tónskáldinu Peter Rehberg frá 2010 til andláts hans 2021, hún vinnur núna með breska sellóleikaranum og tónskáldinu Lucy Raylton. Hún frumsýnir tvö verk í ár, 2024, eitt á alþjóðlega dansfestivalinu Side Step festival í Zodiak leikhúsinu í Helsinki og hitt í Borgarleikhúsinu í Reykjavík.
Höfundur
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Dansarar
Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Una Björg Bjarnadóttir
Tónlist
Peter Rehberg
Ljósahönnun
Jóhann Friðrik Ágústsson
Sviðsmynd
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Búningar
Karen Briem
Lístrænn ráðgjafi
Anja Röttgerkamp
Órætt algleymi/ Liminal States
Liminal States býður okkur að hverfa frá hinni sjónrænu upplifun á tilveru okkar og að líkamnaðri reynslu af veruleikanum sem lítur að orku og skynjun; inn í millibilsástand þar sem upplifun og skynjun eiga sér stað á mörkum meðvitundarinnar. Verkið beinir athygli að samtali við viss innri rými sem eru ótengd persónueinkennum, þar sem hægt er að upplifa ástand umbreytingar og það sem kalla má órætt líkamlegt alflæmi. Verkið er í raun hugleiðsla um hina óáþreifanlegu en kraftmiklu undirstrauma í tilveru okkar.
Danssýning eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur.
Frumsýnt 1. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins.
Órætt algleymi/ Liminal States byggir á áralöngum rannsóknum höfundar á ólíkum stigum og umbreytingum skynjunar. Verkið er lokahluti trílógíu þar sem Margrét Sara fæst við hugmyndir um öfl sem verka á okkur utan við hinn meðvitaða huga. Verkin þrjú sem trílógían spannar eru; Pervasive Magnetic Stimuli (2018), Boundless Ominous Fields (2024) og Liminal States (2024).
Tónlist verksins var upphaflega samin af Peter Rehberg fyrir dansverkið Pervasive Magnetic Stimuli (2018). Sýningin Liminal States er gerð við sömu tónsmíð til heiðurs áratuga langri samvinnu tónskáldsins og Margrétar Söru allt til fráfalls Peters árið 2021. Tónlistin verður einnig gefin út af útgáfufyrirtækinu Editions Mego 2025 með for-útgáfu við frumsýningu Liminal States á Íslandi þann 1.nóvember 2024.
Undanfarin 15 ár hefur Margrét Sara tekist listrænt á við áhrif samfélagslegra pólitískra stefna á líkama okkar og innra líf. Hún hefur því tengt þróað nýja kategoríu afsviðsdansi og danstækni sem byggð er á rannsóknum á djúpvöðva slökun sem hún kallar FULL DROP og gengur út á speglun og losun á þessum utanaðkomandi áhrifum. Í mótvægi við kröfur nýfrjálshyggjunnar kennir aðferðin nýjar leiðir að annars konar uppsprettu af lífsorku, styrk, dansi, nálgun og útkomu. Á forsendum þessara fræða opnast gátt inn í undirmeðvitund þar sem rými fyrir gagnrýna endurskoðun á innri og ytri veruleika býr til tengingu við nýja þekkingu og upplifun af okkur sjálfum. Í verkum Margrétar Söru nýta dansararnir aðferðafræði hennar FULL DROP til þess að nálgast ólík líkamleg meðvitundarstig. Þeir þróa færni til að vinna með líkamlegt ástand þar sem næmni og hlustun er örvuð á öflugan og hárfínan hátt. Sviðsverk hennar taka beinan þátt í umræðu samtímans um aktivisma, feminisma, gagnvirk tengsl og heilun.
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Margrét Sara Guðjónsdóttir stundaði dansnám í Hollandi og fluttist eftir það til Berlínar þar sem hún hefur starfaði á eigin vegum sem danshöfundur og dansari með ýmsum sviðslistamönnum í Evrópu í yfir tvo áratugi.
Margrét Sara stofnaði ásamt danshöfundinum Sveinbjörgu Þórhallsdóttur framleiðslufyrirtækið Panic Productions í Reykjavík sem skapaði vettvang fyrir samstarfssýningar á Íslandi og víðar með alþjóðlegum listamönnum á árunum 2004-2009. Hún og var einnig partur listamannarekna festivalinu Flutgraben Performances í Berlín 2019-2020.
Á sínum ferli hefur Margrét Sara sýnt eigin dansverk og notið stuðnings og samstarfs menningarstofnana og virtra listahátíða um alla Evrópu. Hún var meðal annars fengin til að setja upp tvö verk fyrir Cullberg ballettinn í Svíþjóð, Les Grandes Traversees Festivalið í Bordeaux og Þjóðaróperuna í Stokkhólmi. Fjallað hefur verið um verk Margrétar Söru víða í bæði listrænu og akademísku samhengi.
Margrét Sara vann með breska tónskáldinu Peter Rehberg frá 2010 til andláts hans 2021, hún vinnur núna með breska sellóleikaranum og tónskáldinu Lucy Raylton. Hún frumsýnir tvö verk í ár, 2024, eitt á alþjóðlega dansfestivalinu Side Step festival í Zodiak leikhúsinu í Helsinki og hitt í Borgarleikhúsinu í Reykjavík.
Höfundur
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Dansarar
Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Una Björg Bjarnadóttir
Tónlist
Peter Rehberg
Ljósahönnun
Jóhann Friðrik Ágústsson
Sviðsmynd
Margrét Sara Guðjónsdóttir
Búningar
Karen Briem
Lístrænn ráðgjafi
Anja Röttgerkamp
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd