Þessi vefsíða styðst við vefkökur
Við notum vefkökur til að greina umferð um síðuna, tryggja mikilvæga virkni, sérníða og sérvelja innihald og til að virkja valmöguleika fyrir samfélagsmiðla. Við deilum líka upplýsingum um notkun á síðunni með samfélagsmiðlum og samstarfsaðilum fyrir greiningu og í markaðslegum tilgangi.
We use cookies to help you navigate efficiently and perform certain functions. You will find detailed information about all cookies under each consent category below.
The cookies that are categorized as "Necessary" are stored on your browser as they are essential for enabling the basic functionalities of the site. ...
Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.
No cookies to display.
Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.
No cookies to display.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
No cookies to display.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
No cookies to display.
Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.
No cookies to display.
Íslenski dansflokkurinn mætir dönsurum úr street dance-senunni
Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street-dansarar og samtíma- dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.
Tanbur-tónlist Arash Moradi er sameiningarafl í þessum menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi tónlistarflutningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi laglínum.
Kraftmikil danssýning eftir danshöfund Hooman Sharifi
Lengd: 90 mín
Sýningar í febrúar 2025
Hooman Sharifi
Danshöfundurinn Hooman Sharifi (NO) fæddist í Teheran árið 1973 og fluttist einn síns liðs til Noregs 15 ára gamall. Dansáhugi hans vaknaði með hip hop dansi á táningsaldri en um tvítugt hóf hann nám í klassískum ballett og módern dansi. Hann útskrifaðist síðar sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló og hefur, í listsköpun sinni, áhuga á að vinna á mörkum dans, leikhúss og myndlistar. Árið 2000 stofnaði Sharifi eigin dansflokk, Impure Company, þar sem hann hefur lagt áherslu á pólitíska nálgun og félagslega þátttöku, en verkin spanna nú yfir 30 talsins. Með líkamlega krefjandi, áköfu og kröftugu, hreyfitungumáli kannar Sharifi tilfinningar og uppbyggingu á bak við valdapíramída, völd, stjórnmálakerfi og ofbeldi, sem hann framkallar með nákvæmum hreyfingum og sviðsáhrifum.
Arash Moradi
Arash Moradi fæddist í kúrdísku borginni Kermanshah í Vestur-Íran. Hann er elsti sonur fremsta tanbur-leikarans í Íran, Aliakbar Moradi. Arash byrjaði snemma að læra tanbur af föður sínum sem hann fylgdi síðar með á fjölmörgum tónleikum og hátíðum um Íran og Evrópu eins og St. John's Smith Square í London, XIII Cantigas do maio í Portúgal og Racines hátíðinni í Toulouse. Arash lék einnig á Rhythm Stick Festival í London.
Hann var í samstarfi við BBC radio 4 sem gestatónlistarmaður árið 2006 auk þess sem hann kom fram sem einleikari í Queen Elizabeth Hall í London. Þar að auki var honum boðið á kvikmyndahátíðina í Rotterdam í Hollandi til að spila persneska hefðbundna tónlist. Undanfarið hafa Arash og yngri bróðir hans Kourosh margoft komið fram sem Yarsan Ensemble í Bandaríkjunum til að kynna kúrdíska tónlist og menningu.
Arash býr í London þar sem hann kennir tanbur, heldur námskeið um persneska og kúrdneska tónlist og er einnig í samstarfi við mismunandi tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum.
Dansarar
Danshöfundur & listrænn stjórnandi
Hooman Sharifi
Tónlist:
Arash Moradi
Lýsing:
Alex Leó Kristinsson / Hooman Sharifi
Hljóð:
Þorbjörn Steingrímsson
Búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir / Hooman Sharifi
Sýningarstjóri:
Katrín Ingvadóttir
Verkefnastjóri:
Valgerður Rúnarsdóttir
Ljósmyndir:
Sunna Ben
Myndbönd:
Óskar Kristinn Vignisson
While in battle I'm free, never free to rest
Íslenski dansflokkurinn mætir dönsurum úr street dance-senunni
Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street-dansarar og samtíma- dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og fjölbreytileikanum er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.
Kraftmikil danssýning eftir danshöfund Hooman Sharifi
Lengd: 90 mín
Sýningar í febrúar 2025
Hooman Sharifi
Danshöfundurinn Hooman Sharifi (NO) fæddist í Teheran árið 1973 og fluttist einn síns liðs til Noregs 15 ára gamall. Dansáhugi hans vaknaði með hip hop dansi á táningsaldri en um tvítugt hóf hann nám í klassískum ballett og módern dansi. Hann útskrifaðist síðar sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló og hefur, í listsköpun sinni, áhuga á að vinna á mörkum dans, leikhúss og myndlistar. Árið 2000 stofnaði Sharifi eigin dansflokk, Impure Company, þar sem hann hefur lagt áherslu á pólitíska nálgun og félagslega þátttöku, en verkin spanna nú yfir 30 talsins. Með líkamlega krefjandi, áköfu og kröftugu, hreyfitungumáli kannar Sharifi tilfinningar og uppbyggingu á bak við valdapíramída, völd, stjórnmálakerfi og ofbeldi, sem hann framkallar með nákvæmum hreyfingum og sviðsáhrifum.
Arash Moradi
Arash Moradi fæddist í kúrdísku borginni Kermanshah í Vestur-Íran. Hann er elsti sonur fremsta tanbur-leikarans í Íran, Aliakbar Moradi. Arash byrjaði snemma að læra tanbur af föður sínum sem hann fylgdi síðar með á fjölmörgum tónleikum og hátíðum um Íran og Evrópu eins og St. John's Smith Square í London, XIII Cantigas do maio í Portúgal og Racines hátíðinni í Toulouse. Arash lék einnig á Rhythm Stick Festival í London.
Hann var í samstarfi við BBC radio 4 sem gestatónlistarmaður árið 2006 auk þess sem hann kom fram sem einleikari í Queen Elizabeth Hall í London. Þar að auki var honum boðið á kvikmyndahátíðina í Rotterdam í Hollandi til að spila persneska hefðbundna tónlist. Undanfarið hafa Arash og yngri bróðir hans Kourosh margoft komið fram sem Yarsan Ensemble í Bandaríkjunum til að kynna kúrdíska tónlist og menningu.
Arash býr í London þar sem hann kennir tanbur, heldur námskeið um persneska og kúrdneska tónlist og er einnig í samstarfi við mismunandi tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum.
Dansarar
Danshöfundur & listrænn stjórnandi
Hooman Sharifi
Tónlist:
Arash Moradi
Lýsing:
Alex Leó Kristinsson / Hooman Sharifi
Hljóð:
Þorbjörn Steingrímsson
Búningar:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir / Hooman Sharifi
Sýningarstjóri:
Katrín Ingvadóttir
Verkefnastjóri:
Valgerður Rúnarsdóttir
Ljósmyndir:
Sunna Ben
Myndbönd:
Óskar Kristinn Vignisson
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd