Þjóðerni:
Íslensk
Bjartey hóf störf við Íslenska Dansflokkinn í Janúar 2024 í uppsetnigu á Rómeó & Júlíu eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur.
Bjartey stundaði dansnám í Klassíska Listdansskólanum frá 4 ára aldri. Eftir útskrift þaðan fékk hún hlutverk í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Fjarskaland og dansaði með ungmennadansflokknum FWD Youth Company. Í FWD vann hún með danshöfundum á borð við Sögu Sigurðar, Kötu Gunnars, Sandrine Cassini, Andrean Sigurgeirsson, Brogan Davison, Gígju Jónsdóttur, Önnu Kolfinnu og fleiri. Bjartey útskrifaðist sem dansari frá Listaháskóla Íslands vorið 2021.
Síðan hefur hún unnið með danska dansleikhúsflokknum The Nordic Beasts sem er leiddur af danshöfundinum Noora Hannula. Þar hefur hún dansað og leikið í tveimur uppfærslum í Danmörku árin 2022 og 2023. Bjartey dansaði í þungarokksballettinum Satanvatnið eftir Selmu Reynisdóttur sem var frumsýnt í Tjarnarbíó í desember 2023.
Bjartey er virk í eigin sköpun. Hún er meðlimur í gjörningapönksveitinni The Boob Sweat Gang sem hefur spilað á helstu skemmti- og tónleikastöðum borgarinnar og á hátíðum víðsvegar um landið. Hún er einnig partur af dúettinum VENUS ásamt Önnu Guðrúnu Tómasdóttur. VENUS er verk í vinnslu sem Bjartey og Anna semja og flytja. Þær hafa sýnt fyrstu útgáfur verksins á Reykjavík Dance Festival og í Tjarnarbíó. Síðastliðin tvö ár hefur Bjartey séð um sviðshreyfingar í uppfærslum óperuhópsins Óðs í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þjóðerni:
Íslensk
Bjartey hóf störf við Íslenska Dansflokkinn í Janúar 2024 í uppsetnigu á Rómeó & Júlíu eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur.
Bjartey stundaði dansnám í Klassíska Listdansskólanum frá 4 ára aldri. Eftir útskrift þaðan fékk hún hlutverk í Þjóðleikhúsinu í sýningunni Fjarskaland og dansaði með ungmennadansflokknum FWD Youth Company. Í FWD vann hún með danshöfundum á borð við Sögu Sigurðar, Kötu Gunnars, Sandrine Cassini, Andrean Sigurgeirsson, Brogan Davison, Gígju Jónsdóttur, Önnu Kolfinnu og fleiri. Bjartey útskrifaðist sem dansari frá Listaháskóla Íslands vorið 2021.
Síðan hefur hún unnið með danska dansleikhúsflokknum The Nordic Beasts sem er leiddur af danshöfundinum Noora Hannula. Þar hefur hún dansað og leikið í tveimur uppfærslum í Danmörku árin 2022 og 2023. Bjartey dansaði í þungarokksballettinum Satanvatnið eftir Selmu Reynisdóttur sem var frumsýnt í Tjarnarbíó í desember 2023.
Bjartey er virk í eigin sköpun. Hún er meðlimur í gjörningapönksveitinni The Boob Sweat Gang sem hefur spilað á helstu skemmti- og tónleikastöðum borgarinnar og á hátíðum víðsvegar um landið. Hún er einnig partur af dúettinum VENUS ásamt Önnu Guðrúnu Tómasdóttur. VENUS er verk í vinnslu sem Bjartey og Anna semja og flytja. Þær hafa sýnt fyrstu útgáfur verksins á Reykjavík Dance Festival og í Tjarnarbíó. Síðastliðin tvö ár hefur Bjartey séð um sviðshreyfingar í uppfærslum óperuhópsins Óðs í Þjóðleikhúskjallaranum.
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd