BALL | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

BALL


Íslenski dansflokkurinn kynnir: Ball
Sýning eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur.

Á Balli koma saman atvinnudansarar og áhugadansarar –  breikdansari frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, samkvæmisdans stjarna, freestyle goðsögn, bollýwood dansari, streetdansari, dansarar Íslenska dansflokksins, gó-gó dansari, dansnemandi og nútímadansari sem elskar að dansa við Bob Marley. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er ást þeirra á dansi.

Ball býður dans elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mismunandi bakgrunn og reynslu að stíga upp á svið og dansa saman.

Hvert og eitt þeirra býður upp á dans, velur sína tónlist og finnur leið til þess að deila sínum dansi með hópnum. Dansinn á ekki bara að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa alla þessa dansa saman.

Rétt eins og gerist á balli.


Frumsýning 6. maí 2022 á Nýja sviði Borgarleikhússins.


Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad