BALL | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

BALL


Ball er sýning eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúdsóttir í samstarfi við Íslenska dansflokkinn. 

Á balli koma saman atvinnudansarar og áhugadansarar –  Íslandsmeistari í breikdansi frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, samkvæmisdansstjarna, guðmóðir íslensks samtímadans, bollýwood dansari, Íslenski dansflokkurinn í heild sinni, rokk dansari og mun fleiri ólíkir og stórbrotnir dansarar. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er ást þeirra á dansi. 

Ball býður dans elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mismunandi bakgrunn og reynslu að stíga upp á svið og dansa saman. 

Hver dansari skapar sóló, við sína tónlist, en fær svo allan skarann til þess að dansa sinn dans með sér. Hver sóló mun setja líkama dansarans, ástríðuna fyrir dansi og persónulega danssögu í forgrunn. Dansinn á ekki að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur um upplifunina á því að dansa alla þessa dansa saman. Rétt eins og gerist á balli.


Frumsýning 6. maí 2022 á Nýja sviði Borgarleikhússins.


Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

ÍD Á FERÐ OG FLUGI 2022

JAN Freiburg, GERMANY // ORPHEUS & EURYDICE @ Theater Freiburg
JAN Hamburg, GERMANY // ORPHEUS & EURYDICE @ Kampnagel
JAN Oslo, NORWAY // DUELS @ Vigeland Museet
FEB Bærum, NORWAY // DAGDRAUMAR @ Bærum Kulturhus
FEB Freiburg, GERMANY // ORPHEUS & EURYDICE @ Theater Freiburg
MAR Moscow, RUSSIA // NO TOMORROW GES-2
MAR Freiburg, GERMANY // ORPHEUS & EURYDICE @ Theater Freiburg
APR Bærum, NORWAY // RÓMEÓ <3 JÚLÍA Barum Kulturhus
APR Sandnes, NORWAY // RÓMEO <3 JULIA @ Sandnes Kulturhus
MAY Bilbao, SPAIN // RÓMEÓ <3 JÚLÍA @ Teatro Arriaga
MAY Hannover, GERMANY // NO TOMORROW @ KunstFestSpiele
JUN Harstad, NORWAY // AIŌN @ Arctic Arts Festival

sadsad