BALL | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

BALL


Íslenski dansflokkurinn kynnir: Ball
Sýning eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur.

„Ég labbaði út með brosverki, illt í höndunum af klappi og uppveðraður yfir því hvað lífið getur verið geggjað.“

– Atli Már (RÚV)

„Hef eiginlega aldrei séð svona fallega hyllingu á dansi sem tjáningu og hvöt og listformi og útrás.“

– Guðrún Sóley (Kastljós)

„Ég gekk út af verkinu ástfangin. Ástfangin af listinni. Ástfangin af dansi. Ástfangin af manneskjunni og ástfangin af lífinu.“

– Alma Mjöll Ólafsdóttir (Heimildin)

Á Balli koma saman atvinnudansarar og áhugadansarar –  breikdansari frá níunda áratugnum, ballerína á eftirlaunum, samkvæmisdans stjarna, freestyle goðsögn, bollýwood dansari, streetdansari, dansarar Íslenska dansflokksins, gó-gó dansari, dansnemandi og nútímadansari sem elskar að dansa við Bob Marley. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er ást þeirra á dansi.

Ball býður dans elskendum á öllum aldri, með ólíka líkama, mismunandi bakgrunn og reynslu að stíga upp á svið og dansa saman.

Hvert og eitt þeirra býður upp á dans, velur sína tónlist og finnur leið til þess að deila sínum dansi með hópnum. Dansinn á ekki bara að snúast um afburðartækni eða ómælda hæfileika hvers og eins heldur einnig um upplifunina á því að dansa alla þessa dansa saman.

Rétt eins og gerist á balli.

Dansarar: Andrean Sigurgeirsson, Ásdís Ingvadóttir, Einar Snorri Einarsson, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Emilía B. Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Haukur Valdimar Pálsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Luis Lucas, Marta Ákadóttir, Shota Inoue, Yesmine Olsson, Þórir Leó Kristjánsson


Frumsýnt 6. maí, 2022 á Nýja sviði Borgarleikhússins.sadsad