RÓMEÓ❤️ JÚLÍA | [ Íd ] Íslenski dansflokkurinn

RÓMEÓ ❤️  JÚLÍA


Verk eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur við tónlist Sergeis Prokofievs.

Íslenski dansflokkurinn færir okkur Rómeó ❤️  Júlíu, stórbrotið dansverk Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í túlkun dansara Íslenska dansflokksins. Um er að ræða frumflutning verksins á Íslandi.

RÓMEÓ ❤️  JÚLÍA var upphaflega skapað í samstarfi við dansara Gärtnerplatz leikhússins í München og frumsýnt árið 2018 en er nú endurskapað í samvinnu við dansara Íslenska dansflokksins. Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta.  Saman við renna ævintýraleg sviðsmynd og búningar, mögnuð vídeóverk og stórkostleg tónlist Sergeis Prokofievs svo úr verður sýning sem lætur enga ósnortna.


Sýningin er hugrökk, dásamleg, þokkafull og óhugnaleg. Sigur fyrir hina fullkomlega óhræddu íslendinga” – BR Klassik

Aldrei áður hefur danssýning hrakið, heillað og ruglað mig allt á sama tíma. Mig langaði bara að fara heim á milli, en var dolfallinn af athöfnunum á sviðinu.” – Kassik Begeistert

Rómeó ❤️  Júlía rennur yfir undirlag meðvitundar – eins og blóðugur lækur sem finnur leið sína í sjóinn” – Munich and co.


Danshöfundar og listrænir stjórnendur: Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir

Tónlist: Sergei Prokofiev & Skúli Sverrisson (Watching Water)

Prokofiev: Romeo and Juliet flutt af Sinfóníuhljómsveit Lundúnarborgar
Stjórnandi: André Previn

Sviðsmynd: Chrisander Brun

Vídeó: Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur

Búningar: Karen Briem & Sunneva Ása Weishappel

Lýsing: Fjölnir Gíslason

Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Charmene Pang, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Saga Sigurðardóttir, Shota Inoue, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Una Björg Bjarnadóttir og Védís Kjartansdóttir.


Frumsýnt 1. október 2021 í Borgarleikhúsinu


Sýningarárið 2022-2023

Verkefnaskrá

Eldri Verk

2020

Vinafélag Íd

Vilt þú taka þátt í því að styðja við bakið á framþróun íslenskrar dansmenningar?

Íslenski dansflokkurinn hefur sett á legg vinafélag fyrir alla þá sem  láta sig starfsemi dansflokksins varða.
Félagið mun standa fyrir opnum æfingum, kynningum á verkum, umræðum eftir sýningar og árlegum kynningarkokteil.
Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda póst á vinafelag@id.is.

Árgjald Vinafélagsins er 3.500 kr.

sadsad