Íslenski dansflokkurinn – Íd – sýnir samtímadans og hefur það meginmarkmið, að vekja og viðhalda áhuga almennings á listforminu.
Dansflokkurinn þróar og setur á svið ný, íslensk dansverk sem sýnd eru heima og erlendis þar sem flokkurinn nýtir víðfeðmt og alþjóðlegt tengslanet sitt til sam-framleiðslu og ferðalaga.
Um okkur:
Listdansstjóri Íslenska dansflokksins er Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur. Erna hefur verið í forsvari fyrir Íd frá árinu 2015. Í hennar tíð hefur áhersla verið lögð á að víkka út hið kunna hugtak „samtímadans“ og hvetja til aukinnar samvinnu, hvort heldur sem er á milli stofnana eða listafólks. Erna hefur einnig einbeitt sér að því að brjóta niður múra á milli listgreinanna, hvað vinnuaðferðir varðar og efnistök. Dansflokkurinn hefur þannig á síðustu árum unnið þétt með tónlistarmönnum á borð við SigurRós, Ben Frost og Önnu Þorvaldsdóttur, en einnig í félagi við myndalistarmenn eins og Matthew Barney, Gabríelu Friðriksdóttur og Ragnar Kjartansson. Þessi aðferðfræði og sýn hefur skapað Íslenska dansflokknum sérstakan sess í hópi framsæknustu dansflokka Evrópu. Gott orðspor Íd er þó ekki síst að þakka dönsurum flokksins, en Íslenski dansflokkurinn hefur á skipa fjölbreyttum hópi afburðadansara sem taka virkan þátt í listsköpuninni hverju sinni og bera hróður Íd víða um lönd, hvort sem borið er niður í Southbank Centre í Lundúnum, Onassis listamiðstöðinni í Aþenu eða Civic Centre Theatre í Hong Kong.
Íd tekur einnig hlutverk sitt gagnvart dönsurum alvarlega, hvetur þá t.a.m. til þess að semja sín eigin dansverk í samvinnu við flokkinn. Þannig hafa orðið til mörg frábær verk á síðustu árum, t.d. „Ball“, „Hringrás“og „Geigengeist“. Dansflokkurinn heldur auk þess úti alþjóðlegu skiptinemaprógrammi þar sem lögð er áhersla á að auðvelda ungum dönsurum að stíga fyrstu skrefin í atvinnumennskunni.
Íslenski dansflokkurinn er aðaldriffjöðurin í dansheiminum hérlendis og við látum okkur annt um áhorfendur okkar og tökum þá alvarlega. Flokkurinn fagnar fjölbreytileikanum og leggur mikla áherslu á að ná til almennings með verkum sínum og sýningum. Í því sambandi má geta þess að Íd skipuleggur vinnusmiðjur, listamannaspjall og tekur þátt í hátíðum af ýmsu tagi. Þá sýnir flokkurinn einnig verk sín í almannarými og á listasöfnum, svo dæmi séu tekin.
Listdansstjórar Íslenska dansflokksins:
Alan Carter 1973–1975, Alexander Bennett 1976, Natalia Konjus 1976–1977, Yuri Chatal 1977–1978, Karen Morell 1978–1979, Kenneth Tillson 1979–1980, Nanna Ólafsdóttir 1980–1987, Hlíf Svavarsdóttir 1987–1989, Auður Bjarnadóttir 1989–1990, Einar Sveinn Þórðarson 1990, María Gísladóttir 1992–1996, Katrín Hall 1996–2012, Lára Stefánsdóttir 2012–2014, Erna Ómarsdóttir 2015–
Listdansráð er skipað eftirfarandi aðilum:
Jóhanna S. Jafetsdóttir, formaður
Ólöf Ingólfsdóttir
Guðmundur Helgason
Varamenn eru:
Ólafur Darri Ólafsson
Katrín Johnson
Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.
Dansflokkurinn þróar og setur á svið ný, íslensk dansverk sem sýnd eru heima og erlendis þar sem flokkurinn nýtir víðfeðmt og alþjóðlegt tengslanet sitt til sam-framleiðslu og ferðalaga.
Rui Horta, Jirí Kylián, Jo Strömgren, Richard Wherlock, Itzik Galili, Stijn Celis, Rami Be’er, Ina Christel Johannessen, Alexander Ekman, Roberto Olivan, Andre Gingras, Alan Lucien Öyen, Damien Jalet, Anton Lachky, Ohad Naharin, Jérôme Delbey & Johan Inger.
Ernu Ómarsdóttur, Helenu Jónsdóttur, Valgerði Rúnarsdóttur, Láru Stefánsdóttur, Sögu Sigurðardóttur, Steinunni Ketilsdóttur & Brian Gerke.
Listdansstjórar Íslenska dansflokksins:
Matthew Barney, Ragnar Kjartansson, Anna Thorvaldsdóttir, Sigur Rós, Ólafur Arnalds, Gus Gus, Hildur Guðnadóttir, Gabríela Friðriksdóttir & Bryce Dessner.
Íd tekur einnig hlutverk sitt gagnvart dönsurum alvarlega, hvetur þá t.a.m. til þess að semja sín eigin dansverk í samvinnu við flokkinn. Þannig hafa orðið til mörg frábær verk á síðustu árum, t.d. „Ball“, „Hringrás“og „Geigengeist“. Dansflokkurinn heldur auk þess úti alþjóðlegu skiptinemaprógrammi þar sem lögð er áhersla á að auðvelda ungum dönsurum að stíga fyrstu skrefin í atvinnumennskunni.
Íslenski dansflokkurinn er aðaldriffjöðurin í dansheiminum hérlendis og við látum okkur annt um áhorfendur okkar og tökum þá alvarlega. Flokkurinn fagnar fjölbreytileikanum og leggur mikla áherslu á að ná til almennings með verkum sínum og sýningum. Í því sambandi má geta þess að Íd skipuleggur vinnusmiðjur, listamannaspjall og tekur þátt í hátíðum af ýmsu tagi. Þá sýnir flokkurinn einnig verk sín í almannarými og á listasöfnum, svo dæmi séu tekin.
Listdansráð er skipað eftirfarandi aðilum:
Jóhanna S. Jafetsdóttir, formaður
Ólöf Ingólfsdóttir
Guðmundur Helgason
Varamenn eru:
Ólafur Darri Ólafsson
Katrín Johnson