Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta. Saman við renna ævintýraleg sviðsmynd og búningar, mögnuð vídeóverk og stórkostleg tónlist Sergeis Prokofievs svo úr verður sýning sem lætur enga ósnortna.
„Sýningin er hugrökk, dásamleg, þokkafull og óhugnaleg. Sigur fyrir hina fullkomlega óhræddu íslendinga”
– BR Klassik
„Aldrei áður hefur danssýning hrakið, heillað og ruglað mig allt á sama tíma. Mig langaði bara að fara heim á milli, en var dolfallinn af athöfnunum á sviðinu.” – Klassik Begeistert
– Munich and co.
Halla Ólafsdóttir (t.h.)
Halla Ólafsdóttir býr í Stokkhólmi þar sem hún vinnur sem dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist úr mastersnámi í kóreógrafíu við SKH (sem áður hét DOCH) einnig stundaði hún dansnám við Balettakademien í Stokkhólmi. Samruni há- og lágmenningar er Höllu huglægur í listrænni vinnu og er einkennandi í verkum hennar. Hún notast oft við þekkt minni úr list, dansi og dægurmenningu og rannsakar hvað gerist þegar sett er í nýtt samhengi.
Ásamt Amanda Apetrea hefur hún skapað og ferðast um sýningarnar Sälkvinnorna (2023), DEAD (2017) og Beauty and the Beast (2011) sem vann Prix Jardin d'Europe verðlaunin 2013. Halla og Eliisa Erävalo hafa skapað sýningarnar Granddaughters (2022), Bitch (2021) og BITCHCRAFT (2017). Ásamt Ernu Ómarsdóttur hefur Halla búið til The Juliet Duet (2022) og Romeo <3 Juliet (2018) sem tilnefnd var til DER FAUST verðlaunanna 2019. Halla frumsýndi verkið Sylph (2023) með Cullberg í Dansens Hus í vor sem fer á sýningarferðalag 2024.
Halla hefur unnið sem danshöfundur með dansflokkum líkt og Cullberg (SE), Iceland Dance Company (IS), Böler Samvirkelag (NO) og Gärtnerplatztheater company (DE). Sem dansari hefur hún unnið með hópum og listafólki um alla Evrópu og Norður Ameríku líkt og: Samlingen, Dorte Olesen, Inpex, Nadja Hjorton og The Knife. Halla hefur gaman af að gera tilraunir með ólík tjáningarform og listgreinar og hefur t.d. leikið í kvikmyndum eftir Ester Martin Bergsmark, Sidney Leoni og Joachim Koester.
Erna Ómarsdóttir (t.v.)
Lestu um Ernu hér
Danshöfundar og listrænir stjórnendur:
Erna Ómarsdóttir & Halla Ólafsdóttir
Tónlist:
Sergei Prokofiev & Skúli Sverrisson
(Watching Water)
Prokofiev: Romeo and Juliet flutt af Sinfóníuhljómsveit Lundúnarborgar
Stjórnandi: André Previn
Sviðsmynd:
Chrisander Brun
Vídeó:
Valdimar Jóhannsson í samstarfi við Ernu Ómarsdóttur & Höllu Ólafsdóttur
Búningar:
Karen Briem & Sunneva Ása Weishappel
Lýsing:
Pálmi Jónsson
Tæknistjóri:
Ida Juhl
Verkefna- og æfingastjórn:
Andrean Sigurgeirsson & Kata Ingva
Sýningastjóri:
Kata Ingva
Sviðsmenn:
Þorbjörn Þorgeirsson
Guðberg Hrafnsson
Dansarar:
Bjartey Elín Hauksdóttir, Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Eydís Rose Vilmundardóttir, Félix Urbina Alejandre, Inga Maren Rúnarsdóttir, Luca Pinho Seixas, Saga Sigurðardóttir, Sarah Fisher Luckow, Shota Inoue.
Skráning á póstlistann
Borgarleikhúsinu
Listabraut 3, 103 Reykjavík
588 0900 | Miðasala 568 8000
Skráning á póstlistann
Skilmálar
Persónuvernd